Enski boltinn

Vill nafn sitt af vellinum ef liðið semur við nauðgara

Evans í leik með Sheff. Utd.
Evans í leik með Sheff. Utd. vísir/getty
Jessica Ennis-Hill er ein skærasta íþróttastjarna Breta enda gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum.

Hún er einnig stuðningsmaður Sheff. Utd og ein stúkan á heimavelli félagsins, Bramall Lane, er nefnd í höfuðið á henni.

Dæmdur nauðgari, Ched Evans, var boðið að æfa með Sheff. Utd og Ennis-Hill vill ekkert með félagið hafa ef það semur við Evans sem var áður leikmaður félagsins.

„Það myndi stríða gegn mínum lífsskoðunum ef ég styddi félagið í því að semja aftur við Evans," segir Ennis-Hill.

Hún vill fá nafnið sitt af stúkunni ef félagið semur við Evans. Nokkrir styrktaraðilar félagsins hafa einnig hótað að fara.

Sheff. Utd verður því fyrir miklu fjárhagstjóni ef það ákveður að semja við Evans.

Þetta skilti á stúkunni verður fjarlægt ef Evans fær samning.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×