Leitaði skjóls í vélgröfu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 13:40 Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun. Vísir/GVA „Hann finnst þarna við Selfossflugvöll. Þar er geymslusvæði sem að verktaki er með og þar var vélgrafa sem maðurinn hafði leitað skjóls í,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, um mann sem fór út í Ölfusá á bíl sínum í gærkvöldi og fannst á lífi í morgun. Þorgrímur segir það kraftaverki líkast að maðurinn hafi fundist á lífi. „Já, miðað við okkar reynslu þá áttum við ekki von á að finna manninn á lífi,“ segir Þorgrímur. Ölfusá er ein straumharðasta og vatnsmesta á landsins. Árið 2007 var 19 ára gamall karlmaður hætt kominn þegar að bíll hans fór í ána. Hann komst lífs af en honum var það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningum í ánni. Þá rifjar Þorgrímur upp atvik sem varð árið 1944: „Þá hrundi gamla brúin og mjólkurbíll fór út í ána. Bílstjórinn náði að komast í varadekkið og flaut á því niður ána. Svo komst hann upp úr henni á svipuðum stað og maðurinn fannst í morgun.“Sjá einnig: Enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa. Þorgrímur segir að lögreglan eigi eftir að ræða nánar við manninn og sé málið því enn í rannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er líðan mannsins eftir atvikum góð og hann er ekki í lífshættu.Árið 2007 var 19 ára gamall karlmaður hætt kominn þegar bíll hans fór út í ána. Maðurinn komst lífs af.Í kringum áttatíu manns leituðu mannsins langt fram á nótt. Sigldu björgunarsveitarmenn bát upp og niður ána. Einnig var leitað frá bökkum árinnar. Nokkrir leitarmenn fylgdust með úr meiri hæð og skimuðu yfir svæðið. Þá voru kafarar kallaðir til og mátu stöðuna í morgun en afar straumhart er í ánni þar sem bíllinn fór út í. Til stóð að í kringum hundrað manns tækju þátt í leitinni í dag. Vitni var að atvikinu í gærkvöldi. Það tilkynnti lögreglu hvers kyns var og voru björgunaraðilar kallaðir út. Meðal annars kafarar með málmleitartæki og þyrla gæslunnar flaug yfir leitarsvæðið í nótt. Tengdar fréttir Fastur í bifreiðinni í hálftíma Karlmaður á nítjánda aldursári bjargaðist úr bráðum lífsháska í gær eftir að bifreið hans hafði hafnað úti í Ölfusá seint á þriðjudagskvöld. Manninum varð það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningu í ánni og fór því ekki nema á hálft kaf. 1. febrúar 2007 03:00 Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27 Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49 „Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30 Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
„Hann finnst þarna við Selfossflugvöll. Þar er geymslusvæði sem að verktaki er með og þar var vélgrafa sem maðurinn hafði leitað skjóls í,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, um mann sem fór út í Ölfusá á bíl sínum í gærkvöldi og fannst á lífi í morgun. Þorgrímur segir það kraftaverki líkast að maðurinn hafi fundist á lífi. „Já, miðað við okkar reynslu þá áttum við ekki von á að finna manninn á lífi,“ segir Þorgrímur. Ölfusá er ein straumharðasta og vatnsmesta á landsins. Árið 2007 var 19 ára gamall karlmaður hætt kominn þegar að bíll hans fór í ána. Hann komst lífs af en honum var það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningum í ánni. Þá rifjar Þorgrímur upp atvik sem varð árið 1944: „Þá hrundi gamla brúin og mjólkurbíll fór út í ána. Bílstjórinn náði að komast í varadekkið og flaut á því niður ána. Svo komst hann upp úr henni á svipuðum stað og maðurinn fannst í morgun.“Sjá einnig: Enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa. Þorgrímur segir að lögreglan eigi eftir að ræða nánar við manninn og sé málið því enn í rannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er líðan mannsins eftir atvikum góð og hann er ekki í lífshættu.Árið 2007 var 19 ára gamall karlmaður hætt kominn þegar bíll hans fór út í ána. Maðurinn komst lífs af.Í kringum áttatíu manns leituðu mannsins langt fram á nótt. Sigldu björgunarsveitarmenn bát upp og niður ána. Einnig var leitað frá bökkum árinnar. Nokkrir leitarmenn fylgdust með úr meiri hæð og skimuðu yfir svæðið. Þá voru kafarar kallaðir til og mátu stöðuna í morgun en afar straumhart er í ánni þar sem bíllinn fór út í. Til stóð að í kringum hundrað manns tækju þátt í leitinni í dag. Vitni var að atvikinu í gærkvöldi. Það tilkynnti lögreglu hvers kyns var og voru björgunaraðilar kallaðir út. Meðal annars kafarar með málmleitartæki og þyrla gæslunnar flaug yfir leitarsvæðið í nótt.
Tengdar fréttir Fastur í bifreiðinni í hálftíma Karlmaður á nítjánda aldursári bjargaðist úr bráðum lífsháska í gær eftir að bifreið hans hafði hafnað úti í Ölfusá seint á þriðjudagskvöld. Manninum varð það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningu í ánni og fór því ekki nema á hálft kaf. 1. febrúar 2007 03:00 Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27 Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49 „Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30 Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Fastur í bifreiðinni í hálftíma Karlmaður á nítjánda aldursári bjargaðist úr bráðum lífsháska í gær eftir að bifreið hans hafði hafnað úti í Ölfusá seint á þriðjudagskvöld. Manninum varð það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningu í ánni og fór því ekki nema á hálft kaf. 1. febrúar 2007 03:00
Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27
Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49
„Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30
Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52