Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. apríl 2014 09:13 Dæmt var í málinu á föstudaginn síðastliðinn og mun Kim Laursen fá dætur sínar afhentar eftir sex vikur. vísir/stefán Kim Laursen, danskur barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, vann mál gegn henni í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag og mun fá dætur þeirra þrjár afhentar eftir sex vikur. Kim og Hjördís hafa átt í áralangri forræðisdeilu vegna barnanna sem Kim hefur nú löglega forræðið yfir, en Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens í rúma tvo mánuði fyrir ólöglegt brottnám á börnunum frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar. Um miðjan mars lagði lögmaður Kims fram kröfu um að hann fengi dæturnar en danskur lögmaður Hjördísar sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann vonaði að ný íslensk sálfræðiskýrsla kæmi í veg fyrir að börnin væru send aftur til Danmerkur. Aðstandendur Hjördísar segja dóminn mikið áfall fyrir Hjördísi. „Íslenska skýrslan, sem var unnin af sálfræðingi sem starfaði í mörg ár í Barnahúsi, var greinilega ekki tekin til greina,“ segir aðstandandi Hjördísar. „En við fengum að vita að stelpurnar eigi að ganga til sálfræðings þar til þær fara til Danmerkur þar sem á að hjálpa þeim að hætta að vera hræddar við föður sinn. Þær eiga sem sagt að fara í aðlögun.“ Réttarhöld yfir Hjördísi verða í Horsens 26. og 30. apríl. Lögmaður Hjördísar í Danmörku, Thomas Berg, hefur verið vongóður um að hún fái sýknu þar sem búið er að opna lögreglurannsókn á þremur málum gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum. Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verður í fjórar vikur í viðbót í gæsluvarðhaldi. Danskur lögmaður hennar segir ný gögn í málinu vekja bjartsýni. 10. mars 2014 07:00 Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri. 11. febrúar 2014 21:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Kim Laursen, danskur barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, vann mál gegn henni í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag og mun fá dætur þeirra þrjár afhentar eftir sex vikur. Kim og Hjördís hafa átt í áralangri forræðisdeilu vegna barnanna sem Kim hefur nú löglega forræðið yfir, en Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens í rúma tvo mánuði fyrir ólöglegt brottnám á börnunum frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar. Um miðjan mars lagði lögmaður Kims fram kröfu um að hann fengi dæturnar en danskur lögmaður Hjördísar sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann vonaði að ný íslensk sálfræðiskýrsla kæmi í veg fyrir að börnin væru send aftur til Danmerkur. Aðstandendur Hjördísar segja dóminn mikið áfall fyrir Hjördísi. „Íslenska skýrslan, sem var unnin af sálfræðingi sem starfaði í mörg ár í Barnahúsi, var greinilega ekki tekin til greina,“ segir aðstandandi Hjördísar. „En við fengum að vita að stelpurnar eigi að ganga til sálfræðings þar til þær fara til Danmerkur þar sem á að hjálpa þeim að hætta að vera hræddar við föður sinn. Þær eiga sem sagt að fara í aðlögun.“ Réttarhöld yfir Hjördísi verða í Horsens 26. og 30. apríl. Lögmaður Hjördísar í Danmörku, Thomas Berg, hefur verið vongóður um að hún fái sýknu þar sem búið er að opna lögreglurannsókn á þremur málum gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verður í fjórar vikur í viðbót í gæsluvarðhaldi. Danskur lögmaður hennar segir ný gögn í málinu vekja bjartsýni. 10. mars 2014 07:00 Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri. 11. febrúar 2014 21:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00
Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verður í fjórar vikur í viðbót í gæsluvarðhaldi. Danskur lögmaður hennar segir ný gögn í málinu vekja bjartsýni. 10. mars 2014 07:00
Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri. 11. febrúar 2014 21:55
Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30
Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00
Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00