Efast um að maðurinn hafi farið í ána Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2014 14:30 Hér má sjá kort af því hvar bíllinn fór út í ána og hvar maðurinn svo fannst. vísir/loftmyndir Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar mál mannsins sem fannst kaldur og hrakinn neðan við flugvöllinn á Selfossi í gærmorgun, föstudag. Talið var að maðurinn hefði farið út í Ölfusá í bíl á ellefta tímanum á fimmtudagskvöld en hann fannst um hálfum sólarhring síðar á fyrrnefndum stað. Samkvæmt heimildum Vísis er efast um að maðurinn hafi farið í ána. Maðurinn er á 29. aldursári og hefur endurtekið komist í kast við lögin. Hann á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars setið inni fyrir þjófnað, fjársvik og fíkniefnabrot. Fulltrúi lögreglunnar á Selfossi vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Vísað var á yfirmenn lögreglunnar sem mæta til vinnu á mánudag.Frá leitinni.Kom gangandi til móts við leitarmenn Lögreglunni barst tilkynning á fimmtudagskvöldið að bíll hefði sést fara út í Ölfusá á milli kirkjunnar og hótelsins á Selfossi. Talið var að einn hefði verið í bílnum og voru lögreglumenn og björgunarsveitarmenn ræstir út. Á níunda tug björgunarsveitarmanna leituðu mannsins langt fram á nótt auk þess sem kafarar með málmleitartæki og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kölluð út. Hvorki fannst maður né bíll. Leit hófst að nýju í birtingu á föstudagsmorgun og um klukkan 10:20 dró til tíðinda. Maður kom gangandi til móts við leitarmenn úr björgunarsveitinni Dagrenningu nærri flugvellinum á Selfossi. Völlurinn er um tveimur til þremur kílómetrum frá hótelinu á Selfossi. Voru þá liðnar tæpar tólf klukkustundir síðan tilkynning barst um að bíll hefði farið út í Ölfusá. Áin er afar straumhörð.vísir/gva„Hann var illa áttaður þegar hann fannst og það verður að bíða betri tíma að fá skýringar frá honum sjálfum. Það litla sem hann hefur sagt okkur er að hann hafi annars vegar verið inni í gámi og hins vegar inni í gröfu,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi við Vísi í gærmorgun. Þá sagði hann óljóst hve lengi maðurinn hefði verið í ánni og sömuleiðis óljóst hvar hann hafi komið á land.Litlar líkur á að bíllinn finnist Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og í kjölfarið á Landspítalann í Reykjavík. Víðir Óskarsson, yfirlæknir á bráða- og slysamóttöku HSU, staðfesti við Vísi í gær að líðan mannsins væri eftir atvikum góð. Hann væri ekki í neinni lífshættu. Bíllinn hefur enn ekki fundist og er ekki fyrirhuguð leit að honum að svo stöddu. Taldar eru litlar líkur á að bifreiðin finnist sökum þess hve straumhart er á svæðinu. Tengdar fréttir Leitaði skjóls í vélgröfu Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun. 14. nóvember 2014 13:40 Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27 Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49 „Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30 Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar mál mannsins sem fannst kaldur og hrakinn neðan við flugvöllinn á Selfossi í gærmorgun, föstudag. Talið var að maðurinn hefði farið út í Ölfusá í bíl á ellefta tímanum á fimmtudagskvöld en hann fannst um hálfum sólarhring síðar á fyrrnefndum stað. Samkvæmt heimildum Vísis er efast um að maðurinn hafi farið í ána. Maðurinn er á 29. aldursári og hefur endurtekið komist í kast við lögin. Hann á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars setið inni fyrir þjófnað, fjársvik og fíkniefnabrot. Fulltrúi lögreglunnar á Selfossi vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Vísað var á yfirmenn lögreglunnar sem mæta til vinnu á mánudag.Frá leitinni.Kom gangandi til móts við leitarmenn Lögreglunni barst tilkynning á fimmtudagskvöldið að bíll hefði sést fara út í Ölfusá á milli kirkjunnar og hótelsins á Selfossi. Talið var að einn hefði verið í bílnum og voru lögreglumenn og björgunarsveitarmenn ræstir út. Á níunda tug björgunarsveitarmanna leituðu mannsins langt fram á nótt auk þess sem kafarar með málmleitartæki og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kölluð út. Hvorki fannst maður né bíll. Leit hófst að nýju í birtingu á föstudagsmorgun og um klukkan 10:20 dró til tíðinda. Maður kom gangandi til móts við leitarmenn úr björgunarsveitinni Dagrenningu nærri flugvellinum á Selfossi. Völlurinn er um tveimur til þremur kílómetrum frá hótelinu á Selfossi. Voru þá liðnar tæpar tólf klukkustundir síðan tilkynning barst um að bíll hefði farið út í Ölfusá. Áin er afar straumhörð.vísir/gva„Hann var illa áttaður þegar hann fannst og það verður að bíða betri tíma að fá skýringar frá honum sjálfum. Það litla sem hann hefur sagt okkur er að hann hafi annars vegar verið inni í gámi og hins vegar inni í gröfu,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi við Vísi í gærmorgun. Þá sagði hann óljóst hve lengi maðurinn hefði verið í ánni og sömuleiðis óljóst hvar hann hafi komið á land.Litlar líkur á að bíllinn finnist Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og í kjölfarið á Landspítalann í Reykjavík. Víðir Óskarsson, yfirlæknir á bráða- og slysamóttöku HSU, staðfesti við Vísi í gær að líðan mannsins væri eftir atvikum góð. Hann væri ekki í neinni lífshættu. Bíllinn hefur enn ekki fundist og er ekki fyrirhuguð leit að honum að svo stöddu. Taldar eru litlar líkur á að bifreiðin finnist sökum þess hve straumhart er á svæðinu.
Tengdar fréttir Leitaði skjóls í vélgröfu Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun. 14. nóvember 2014 13:40 Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27 Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49 „Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30 Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Leitaði skjóls í vélgröfu Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun. 14. nóvember 2014 13:40
Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27
Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49
„Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30
Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52