Enski boltinn

Greening kominn í 9. deildina

Greening í leik með Man. Utd.
Greening í leik með Man. Utd. vísir/getty
Manstu eftir Jonathan Greening? Jú, hann var hluti af goðsagnakenndu liði Man. Utd sem vann þrennuna árið 1999.

Það hefur afar lítið farið fyrir Greening síðustu ár en hann er enn að spila fótbolta. Hann hefur greinilega gaman af því að spila fótbolta því hann er búinn að semja við 9. deildarlið Tadcaster Albion.

Greening er orðinn 35 ára gamall og ætlaði að hætta fyrr í vikunni þar sem hann fékk ekki samning hjá 4. deildarliði Hartlepool.

Þar sem bróðir hans, Josh, er að spila með Tadcaster og Jonathan hefur enn gaman af því að spila fótbolta ákvað hann að taka slaginn.

Greening hóf feril sinn hjá York City árið 1996 og fór þaðan til Man. Utd. Þar var hann í fjögur ár og fór svo víða. Þar á meðal til Middlesbrough, WBA og Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×