Erlent

Fjórir létu lífð í sjálfsmorðsárás Talíbana

Bjarki Ármannsson skrifar
Talíbanar hafa sagst ætla að fjölga árásum sínum á öryggissveitir Afgana.
Talíbanar hafa sagst ætla að fjölga árásum sínum á öryggissveitir Afgana. Vísir/AP
Að minnsta kosti fjórir óbreyttir borgarar fórust og rúmlega 35 særðust í sjálfsmorðsárás í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Talíbanar lýstu yfir ábyrgð á árásinni.

Árásarmaðurinn sprengdi sig í bíl sínum í grennd við brynvarða bíla á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Talsmenn NATO segja engan úr sínum röðum hafa særst í árásinni, sem er til rannsóknar hjá þeim.

„Við hörmum innilega mannfall afgönsku borgaranna vegna þessa sorglega atburðar,“ segir í yfirlýsingu NATO til fréttaveitunnar AP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×