Erlent

Hafa náð stjórn á eldunum í Svíþjóð

Mynd/AP
Yfirvöld í Svíþjóð gáfu það út nú í morgunsárið að slökkviliðsmenn hafi náð fullum tökum á skógareldunum sem brunnið hafa í miðhluta landsins, í Västmanland, frá því í síðustu viku.

Sérútbúnar slökkviliðsflugvélar sem fluttar voru frá Ítalíu og Frakklandi hafa nú snúið heim en þær komu að góðum notum í baráttunni. Eldurinn brennur enn á nokkrum svæðum en í mun minna mæli en áður þannig að auðvelt er að hemja hann.

Enn eru tólf þyrlur notaðar við slökkvistörfin og um 350 slökkviliðsmenn taka þátt í slökkvistarfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×