IS-liðar hóta árás á Bandaríkin Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2014 10:10 Fjöldi Jasída hafa verið drepnir af vígamönnum IS-samtakanna. Vísir/AFP Íslömsku samtökin IS hafa hótað því að ráðast á Bandaríkín eftir loftárásir Bandaríkjahers í norðurhluta Íraks á föstudaginn. Á vefsíðunni Site segir að í fjölda Twitter-færslna frá aðilum tengdum IS sé því hótað að endurvekja hryðjuverkasellur á Vesturlöndum vegna árása föstudagsins. Í einni færslu, sem kemur frá notanda sem lýsir sér sem herstjórnarfræðingi á vegum IS, birtir hann mynd af nyrðri Tvíburaturninum í New York í ljósum logum þar sem farþegaþota United Airlines er á leið á syðri turninn. Með myndinni fylgir texti um að brátt verði gerð ný árás á Bandaríkin, „ef guð lofar“. Undir merkinu #AmessagefromISIStoUS kemur fram fjöldi hótana gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Bandarískar orrustuþotur réðust á stórskotalið íslamista í útjaðri Erbil, helstu borgar Kúrda í norðurhluta Íraks á föstudag og laugardag. Segir Barack Obama Bandaríkjaforseti að árásirnar hafi verið gerðar til að stöðva þjóðarmorð á hundruð þúsundum kristinna og öðrum trúarlegum minnihlutahópum. Í frétt Dagens Nyheter segir að ráðherra mannréttindamála í Írak hafi á sunnudaginn sagt að IS-liðar hafi drepið um fimm hundruð Jasída. Sagði hann í samtali við Reuters að hluti þeirra, börn þeirra á meðal, hafi verið grafin lifandi.Insha Allah there shall be new 9/11s soon #CalamityWillBefallUS pic.twitter.com/AaHiVy9BSQ— Khalid Ghazali (@GhazaliOne) August 8, 2014 Tengdar fréttir Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16 Ringulreið í Írak varðandi úrskurð dómstóls Írakskur dómstóll hefur hafnað fregnum um að hann hafi úrskurðað að fylking flokka sem styðja Maliki forsætisráðherra sé sú stærsta á írakska þinginu. 11. ágúst 2014 10:42 Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Kúrdar hafa snúið vörn í sókn gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins eftir að Barack Obama heimilaði loftárásir á norðurhluta Íraks á fimmtudag. 10. ágúst 2014 23:42 Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Íslömsku samtökin IS hafa hótað því að ráðast á Bandaríkín eftir loftárásir Bandaríkjahers í norðurhluta Íraks á föstudaginn. Á vefsíðunni Site segir að í fjölda Twitter-færslna frá aðilum tengdum IS sé því hótað að endurvekja hryðjuverkasellur á Vesturlöndum vegna árása föstudagsins. Í einni færslu, sem kemur frá notanda sem lýsir sér sem herstjórnarfræðingi á vegum IS, birtir hann mynd af nyrðri Tvíburaturninum í New York í ljósum logum þar sem farþegaþota United Airlines er á leið á syðri turninn. Með myndinni fylgir texti um að brátt verði gerð ný árás á Bandaríkin, „ef guð lofar“. Undir merkinu #AmessagefromISIStoUS kemur fram fjöldi hótana gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Bandarískar orrustuþotur réðust á stórskotalið íslamista í útjaðri Erbil, helstu borgar Kúrda í norðurhluta Íraks á föstudag og laugardag. Segir Barack Obama Bandaríkjaforseti að árásirnar hafi verið gerðar til að stöðva þjóðarmorð á hundruð þúsundum kristinna og öðrum trúarlegum minnihlutahópum. Í frétt Dagens Nyheter segir að ráðherra mannréttindamála í Írak hafi á sunnudaginn sagt að IS-liðar hafi drepið um fimm hundruð Jasída. Sagði hann í samtali við Reuters að hluti þeirra, börn þeirra á meðal, hafi verið grafin lifandi.Insha Allah there shall be new 9/11s soon #CalamityWillBefallUS pic.twitter.com/AaHiVy9BSQ— Khalid Ghazali (@GhazaliOne) August 8, 2014
Tengdar fréttir Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16 Ringulreið í Írak varðandi úrskurð dómstóls Írakskur dómstóll hefur hafnað fregnum um að hann hafi úrskurðað að fylking flokka sem styðja Maliki forsætisráðherra sé sú stærsta á írakska þinginu. 11. ágúst 2014 10:42 Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Kúrdar hafa snúið vörn í sókn gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins eftir að Barack Obama heimilaði loftárásir á norðurhluta Íraks á fimmtudag. 10. ágúst 2014 23:42 Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00
Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16
Ringulreið í Írak varðandi úrskurð dómstóls Írakskur dómstóll hefur hafnað fregnum um að hann hafi úrskurðað að fylking flokka sem styðja Maliki forsætisráðherra sé sú stærsta á írakska þinginu. 11. ágúst 2014 10:42
Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Kúrdar hafa snúið vörn í sókn gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins eftir að Barack Obama heimilaði loftárásir á norðurhluta Íraks á fimmtudag. 10. ágúst 2014 23:42
Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51