Erlent

Ringulreið í Írak varðandi úrskurð dómstóls

Atli Ísleifsson skrifar
Maliki hefur áður gagnrýnt Íraksforseta fyrir að hafa ekki gripið inn í þegar þingið lét vera að samþykkja hann í embættið þriðja kjörtímabilið í röð.
Maliki hefur áður gagnrýnt Íraksforseta fyrir að hafa ekki gripið inn í þegar þingið lét vera að samþykkja hann í embættið þriðja kjörtímabilið í röð. Vísir/AFP
Írakskur dómstóll hefur hafnað fregnum írakskra fjölmiðla um að dómstóllinn hafi úrskurðað að fylking flokka sem styðja Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sé sú stærsta á írakska þinginu.

Slíkur úrskurður hefði styrkt ákall Maliki til að gegna embætti forsætisráðherra þriðja kjörtímabilið í röð og myndi leiða til að Fuad Masum Íraksforseti myndi biðja Maliki um að sitja áfram.

Maliki hefur áður gagnrýnt forsetann fyrir að hafa ekki gripið inn í þegar þingið lét vera að samþykkja að hann sitji þriðja kjörtímabilið í embættinu. Líkti Maliki því við valdarán.

Í frétt BBC segir að margir vilji að Maliki láti af embætti þar sem stefna hans hafi meðal annars ýtt undir uppgang íslamista í norðurhluta landsins. Maliki er sjálfur sjía-múslími, en fjöldi málsmetandi sjíta, súnnía og Kúrda hafa hvatt Maliki til að stíga til hliðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×