Svíar kjósa þing á sunnudaginn Guðsteinn skrifar 11. september 2014 06:00 Stefan Löfven, leiðtogi Sósíaldemókrata, virðist eiga einhverja möguleika á að fella hægri stjórn Fredriks Reinfeldt. Vísir/AP Þrátt fyrir töluverða velgengni í efnahagslífi Svíþjóðar þau átta ár sem Fredrik Reinfeldt hefur verið forsætisráðherra virðast Svíar ekki ætla að flykkjast að baki honum í þingkosningunum, sem haldnar verða á sunnudaginn. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur lengi stefnt í að hægri flokkarnir missi töluvert fylgi, en stjórnarandstöðuflokkarnir bæti við sig. Bilið hefur þó verið að minnka verulega nú á allra síðustu dögum. Nokkur fylgisaukning myndi þó varla duga vinstri flokkunum til þess að ná meirihluta á þingi, og þar munar mest um Svíþjóðardemókratana sem hafa halað inn fylgi út á útlendingahræðslu sína og stefna nú í að fá tíu prósent atkvæða. Enginn annar flokkur vill sjá Svíþjóðardemókratana með sér í stjórn, þannig að þessi tíu prósent yrðu fyrst og fremst til þess að torvelda meirihlutamyndun bæði til hægri eða vinstri. „Við vöxum á því að fólk fái að koma inn í samfélagið okkar,“ sagði Reinfeldt forsætisráðherra í sjónvarpskappræðum í gær. Hann ítrekaði þá afstöðu sína að innflytjendur auðgi Svíþjóð og fjölmenning geri Svíþjóð að betra landi, en uppskar eins og vænta mátti hörð viðbrögð frá Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókratanna: „Þetta spennandi samfélag sem Fredrik Reinfeldt talar um einkennist af óeirðum og ýmsum öðrum grófum brotum.“ Åkesson er þar samt algerlega einn á báti meðal flokksleiðtoganna, þannig að vart verður mynduð hægri eða vinstri stjórn að loknum kosningum nema sem minnihlutastjórn með stuðningi eins eða fleiri flokka af hinum vængnum. Stjórn Reinfeldts hefur reyndar verið minnihlutastjórn seinnihluta kjörtímabilsins, þar sem tvö þingsæti vantar upp á að hún hafi þingmeirihluta. Fari svo, sem skoðanakannanir spá, yrði minnihluti hægri stjórnarinnar enn minni, en lítið myndi vanta upp á stjórnarmeirihluta vinstra megin. Þar gæti hið nýja Femínistafrumkvæði komið til bjargar. Gudrun Schyman, sem var leiðtogi sænska Vinstriflokksins á árunum 1993 til 2003, stofnaði flokkinn árið 2005 og gæti nú í fyrsta sinn átt möguleika á því að ná manni á þing. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Þrátt fyrir töluverða velgengni í efnahagslífi Svíþjóðar þau átta ár sem Fredrik Reinfeldt hefur verið forsætisráðherra virðast Svíar ekki ætla að flykkjast að baki honum í þingkosningunum, sem haldnar verða á sunnudaginn. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur lengi stefnt í að hægri flokkarnir missi töluvert fylgi, en stjórnarandstöðuflokkarnir bæti við sig. Bilið hefur þó verið að minnka verulega nú á allra síðustu dögum. Nokkur fylgisaukning myndi þó varla duga vinstri flokkunum til þess að ná meirihluta á þingi, og þar munar mest um Svíþjóðardemókratana sem hafa halað inn fylgi út á útlendingahræðslu sína og stefna nú í að fá tíu prósent atkvæða. Enginn annar flokkur vill sjá Svíþjóðardemókratana með sér í stjórn, þannig að þessi tíu prósent yrðu fyrst og fremst til þess að torvelda meirihlutamyndun bæði til hægri eða vinstri. „Við vöxum á því að fólk fái að koma inn í samfélagið okkar,“ sagði Reinfeldt forsætisráðherra í sjónvarpskappræðum í gær. Hann ítrekaði þá afstöðu sína að innflytjendur auðgi Svíþjóð og fjölmenning geri Svíþjóð að betra landi, en uppskar eins og vænta mátti hörð viðbrögð frá Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókratanna: „Þetta spennandi samfélag sem Fredrik Reinfeldt talar um einkennist af óeirðum og ýmsum öðrum grófum brotum.“ Åkesson er þar samt algerlega einn á báti meðal flokksleiðtoganna, þannig að vart verður mynduð hægri eða vinstri stjórn að loknum kosningum nema sem minnihlutastjórn með stuðningi eins eða fleiri flokka af hinum vængnum. Stjórn Reinfeldts hefur reyndar verið minnihlutastjórn seinnihluta kjörtímabilsins, þar sem tvö þingsæti vantar upp á að hún hafi þingmeirihluta. Fari svo, sem skoðanakannanir spá, yrði minnihluti hægri stjórnarinnar enn minni, en lítið myndi vanta upp á stjórnarmeirihluta vinstra megin. Þar gæti hið nýja Femínistafrumkvæði komið til bjargar. Gudrun Schyman, sem var leiðtogi sænska Vinstriflokksins á árunum 1993 til 2003, stofnaði flokkinn árið 2005 og gæti nú í fyrsta sinn átt möguleika á því að ná manni á þing.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira