Fótbolti

Neymar hélt að hann væri lamaður

vísir/getty
Þjálfari brasilíska landsliðsins, Luiz Felipe Scolari, segir að stjarna liðsins, Neymar, hafi verið hræddur um að vera lamaður er hann meiddist í leiknum gegn Kólumbíu á föstudag.

Neymar verður frá í þrjár til sex vikur vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum en hann fékk þungt högg á bakið.

„Marcelo hljóp til Neymars og spurði að því hvernig honum liði. Þá sagðist Neymar ekki hafa neina tilfinningu í fótunum," sagði Scolari en þetta var mjög erfið stund fyrir alla.

Scolari vill að Neymar verði áfram með liðinu þó svo hann geti ekki spilað undanúrslitaleikinn.

„Hann verður með okkur á bekknum ef hann getur. Við höfum beðið hann um það og það verður að koma í ljós hvernig honum líður. Ég er sannfærður um að hann geti komið og hvatt strákana áfram."


Tengdar fréttir

Læknir Brasilíumanna segir að Neymar verði ekki meira með á HM

Læknir brasilíska landsliðsins í fótbolta staðfesti í kvöld að Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, verði ekki meira með á HM í fótbolta í Brasilíu en framherjinn snjalli meiddist á baki í kvöld í 2-1 sigri Brasilíu á Kólumbíu.

Neymar upp á spítala?

Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×