"Ekki hlutverk sveitarfélaga að veita fötluðum þjónustu á skólatíma“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. mars 2014 16:43 vísir/stefán/hari Engar undanþágur hafa verið veittar til kennslu fatlaðra nemenda og segir formaður undanþágunefndar það vera á ábyrgð sveitarfélaga. Fimm undanþágur hafa borist nefndinni og var þeim öllum synjað. Undanþágur eru ekki veittar nema upp komi neyðarástand sem skilgreint er sem lífsháski eða alvarleg veikindi. „Það eru fullt af nemendum sem verða hugsanlega fyrir tjóni af þessu verkfalli og eftir því sem verkfallið dregst á langinn þá megum við eiga hættu á að fólk verði töluverðri röskun,“ segir Sigurður Ingi Andrésson, sem situr í stjórn undanþágunefndar í viðtali við Vísi.Slæmt fyrir fatlaða og foreldra þeirra Sigurður segir verkfallið sérstaklega slæmt bæði fyrir fatlaða nemendur og foreldra þeirra. Hann segir miklu máli skipta að það verði sem minnst röskun fyrir fatlaða nemendur sem þurfa á aðstoð að halda. Þeir séu margir hverjir viðkvæmir fyrir verkfallinu þar sem þeir þurfi á stöðugri þjónustu að halda.Ekki á ábyrgð sveitarfélagaBjörn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir það sérkennilegt að undanþága skuli ekki hafa verið veitt og telur það ekki hlutverk sveitarfélaga að veita nemendum þjónustu á skólatíma. Hann segir þó að taka þurfi ákvörðun og nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Hann segir að verði eitthvað gert þá verði opnuð tímabundin skammtímavistun eða viðvera í frístund lengd en veita þurfi töluvert fjármagn í verkefnið. Sama staða kom upp í síðasta verkfalli og skapaðist þá mikil óánægja vegna þessa. Borgarráð mun funda á málið á morgun og verður ákvörðun tekin í kjölfar þess. Tengdar fréttir Vill sjá skólastjórnendur sækja um undanþágur vegna fatlaðra "Ég vona að skólastjórnendur framhaldsskóla sæki um undanþágur til nefndarinnar þannig að fatlaðir nemendur geti fengið að stunda sitt nám áfram,“ segir Jón Gnarr. 20. mars 2014 15:19 Margir nemendur í vandræðum Landssamtökin Þroskahjálp hafa skorað á Félag framhaldsskólakennara að veita tafarlaust undanþágu frá verkfalli framhaldsskólakennara sem sinna kennslu fatlaðra nemenda. 19. mars 2014 14:00 „Þessir nemendur sofa ekki út eða djamma á kvöldin“ Alvarlegt ástand hefur skapast á heimilum fatlaðra framhaldsskólanema vegna verkfalls framhaldsskólakennara. Móðir fatlaðs drengs segir líf hans hafa raskast á alla mögulega vegu eftir að verkfallið hófst. 21. mars 2014 21:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Engar undanþágur hafa verið veittar til kennslu fatlaðra nemenda og segir formaður undanþágunefndar það vera á ábyrgð sveitarfélaga. Fimm undanþágur hafa borist nefndinni og var þeim öllum synjað. Undanþágur eru ekki veittar nema upp komi neyðarástand sem skilgreint er sem lífsháski eða alvarleg veikindi. „Það eru fullt af nemendum sem verða hugsanlega fyrir tjóni af þessu verkfalli og eftir því sem verkfallið dregst á langinn þá megum við eiga hættu á að fólk verði töluverðri röskun,“ segir Sigurður Ingi Andrésson, sem situr í stjórn undanþágunefndar í viðtali við Vísi.Slæmt fyrir fatlaða og foreldra þeirra Sigurður segir verkfallið sérstaklega slæmt bæði fyrir fatlaða nemendur og foreldra þeirra. Hann segir miklu máli skipta að það verði sem minnst röskun fyrir fatlaða nemendur sem þurfa á aðstoð að halda. Þeir séu margir hverjir viðkvæmir fyrir verkfallinu þar sem þeir þurfi á stöðugri þjónustu að halda.Ekki á ábyrgð sveitarfélagaBjörn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir það sérkennilegt að undanþága skuli ekki hafa verið veitt og telur það ekki hlutverk sveitarfélaga að veita nemendum þjónustu á skólatíma. Hann segir þó að taka þurfi ákvörðun og nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Hann segir að verði eitthvað gert þá verði opnuð tímabundin skammtímavistun eða viðvera í frístund lengd en veita þurfi töluvert fjármagn í verkefnið. Sama staða kom upp í síðasta verkfalli og skapaðist þá mikil óánægja vegna þessa. Borgarráð mun funda á málið á morgun og verður ákvörðun tekin í kjölfar þess.
Tengdar fréttir Vill sjá skólastjórnendur sækja um undanþágur vegna fatlaðra "Ég vona að skólastjórnendur framhaldsskóla sæki um undanþágur til nefndarinnar þannig að fatlaðir nemendur geti fengið að stunda sitt nám áfram,“ segir Jón Gnarr. 20. mars 2014 15:19 Margir nemendur í vandræðum Landssamtökin Þroskahjálp hafa skorað á Félag framhaldsskólakennara að veita tafarlaust undanþágu frá verkfalli framhaldsskólakennara sem sinna kennslu fatlaðra nemenda. 19. mars 2014 14:00 „Þessir nemendur sofa ekki út eða djamma á kvöldin“ Alvarlegt ástand hefur skapast á heimilum fatlaðra framhaldsskólanema vegna verkfalls framhaldsskólakennara. Móðir fatlaðs drengs segir líf hans hafa raskast á alla mögulega vegu eftir að verkfallið hófst. 21. mars 2014 21:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Vill sjá skólastjórnendur sækja um undanþágur vegna fatlaðra "Ég vona að skólastjórnendur framhaldsskóla sæki um undanþágur til nefndarinnar þannig að fatlaðir nemendur geti fengið að stunda sitt nám áfram,“ segir Jón Gnarr. 20. mars 2014 15:19
Margir nemendur í vandræðum Landssamtökin Þroskahjálp hafa skorað á Félag framhaldsskólakennara að veita tafarlaust undanþágu frá verkfalli framhaldsskólakennara sem sinna kennslu fatlaðra nemenda. 19. mars 2014 14:00
„Þessir nemendur sofa ekki út eða djamma á kvöldin“ Alvarlegt ástand hefur skapast á heimilum fatlaðra framhaldsskólanema vegna verkfalls framhaldsskólakennara. Móðir fatlaðs drengs segir líf hans hafa raskast á alla mögulega vegu eftir að verkfallið hófst. 21. mars 2014 21:00