Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Sampdoria í kvöld og hann þakkaði fyrir traustið með því að leggja upp mark strax á fyrstu mínútu gegn Sassuolo í kvöld.
Sampdoria vann leikinn, 1-2, og Birkir lék allan leikinn.
Emil Hallfreðsson var aftur á móti á bekknum hjá Verona í kvöld er það sótti Cagliari heim. Emil sat þar allan tímann í 1-0 tapi.
Sampdoria komst upp fyrir Verona í kvöld en liðin eru í níunda og tíunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 40 stig.
