Kvensjúkdómalæknir í vinnu á leikskóla í átta ár Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 09:00 Liana hefur búið á Íslandi í þrettán ár. Hún er menntaður kvensjúkdómalæknir en hefur ekki fengið vinnu sem hæfir menntun hennar og vinnur á leikskóla. Henni finnst vinnan skemmtileg en heldur í vonina um að geta einn daginn starfað við fag sitt hérlendis. Fréttablaðið/Vilhelm Liana Belinska, sem er menntaður kvensjúkdómalæknir, hefur búið á Íslandi í ellefu ár án þess að fá starf sem hæfir menntun hennar. Hún vinnur á leikskóla en vonast til þess að geta einn daginn starfað við það sem hún menntaði sig til í heimalandinu, Úkraínu. Liana og eiginmaður hennar, sem er menntaður skurðlæknir, fluttu til Íslands árið 2003. Þau höfðu bæði starfað við kennslu á kennslusjúkrahúsi að loknu sérfræðinámi í læknisfræði. „Ég var í góðri stöðu sem deildarstjóri kvensjúkdómadeildar en hún var ólaunuð,“ segir Liana. Aðstæður í heimalandinu voru ekki góðar og lítil von um bjarta framtíð. Eiginmaður hennar fór til London þar sem hann fór að vinna í byggingarvinnu til þess að sjá fyrir Liönu og ungum syni þeirra. Eftir um tvö ár í London heyrði eiginmaðurinn af Íslandi og ákvað að heimsækja landið. Honum leist vel á og sá fyrir sér að fjölskyldan gæti átt góða framtíð hér saman. „Við komum að heimsækja hann og vorum hér í þrjá mánuði fyrst. Ég sótti um í íslensku fyrir útlendinga í háskólanum, komst inn og þá ákváðum við að flytja hingað,“ segir hún. Liana segir þau strax hafa lagt mikla áherslu á að samlagast íslensku samfélagi sem best. „Ég las mikið af bókum og horfði á íslenskt sjónvarpsefni.“ Hún náði góðum tökum á íslenskunni og stuttu eftir að hún útskrifaðist úr háskólanum sá hún auglýsta stöðu aðstoðarlæknis sem hún ákvað að prófa að sækja um. „Ég var boðuð í viðtal og átti að fá að vinna launalaust á bráðamóttökunni í eitt ár til þess að læra inn á hvernig þetta virkar allt hér. Ég var alveg til í það en á þeim tíma hélt ég að ég væri að fá búsetuleyfi. Það var þannig að ef maður kláraði BA í íslensku þá fékk maður búsetuleyfi. Síðan fer ég í sumarfrí til Úkraínu og þegar ég kem heim bíður mín bréf frá Útlendingastofnun um að ég hafi ekki fengið leyfið. Þá var búið að breyta lögunum og ég þurfti að fara að vinna og borga skatta til þess að geta átt rétt á leyfinu.“ Hún varð því að hætta við starfsnámið á spítalanum og réð sig til vinnu á leikskólanum sem sonur hennar hafði verið á þegar þau komu fyrst til landsins. Þar vinnur hún enn þann dag í dag en eiginmaður hennar starfar í vörumóttöku og eldhúsi á Landspítalanum. Hún segist þekkja nokkra læknis- og viðskiptamenntaða innflytjendur sem hefur einnig gengið illa að fá menntun sína metna. Sjálf hefur hún margoft reynt að fá menntun sína metna en lítið orðið ágengt. „Ég fékk þau svör fyrir ári að ég þyrfti að taka síðustu þrjú árin í læknisfræðinni. Ég er alveg til í það. Þeir vilja hins vegar að ég taki klásusinn til þess að komast inn og mér finnst það ósanngjarnt,“ segir Liana. „Þar er ekki verið að spyrja um hluti tengda læknisfræði. Ég er búin með sex ára nám í þessu og finnst ég ekki eiga að þurfa að taka þetta próf til þess að geta tekið síðustu þrjú árin aftur.“ Liana sendi bréf til læknadeildarinnar í ágúst til þess að reyna að komast hjá því að taka inngangsprófið en hefur ekki enn fengið svör. Hún segist þó ekki hafa misst vonina og vonast til þess að einhvern tímann geti hún starfað hér sem læknir. „Ég finn það alveg að mig langar að gera meira. Ég var að hugsa um daginn að kannski væri ég bara orðin alltof gömul til þess að fara að vinna við þetta. Ég var þrítug þegar ég kom hingað og er 42 ára núna. Ef ég klára þessi þrjú ár þá er ég um 45 ára þegar ég byrja að vinna og þá á ég alveg 22 ár eftir af starfsævinni þannig að það gæti alveg gengið,“ segir hún. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Liana Belinska, sem er menntaður kvensjúkdómalæknir, hefur búið á Íslandi í ellefu ár án þess að fá starf sem hæfir menntun hennar. Hún vinnur á leikskóla en vonast til þess að geta einn daginn starfað við það sem hún menntaði sig til í heimalandinu, Úkraínu. Liana og eiginmaður hennar, sem er menntaður skurðlæknir, fluttu til Íslands árið 2003. Þau höfðu bæði starfað við kennslu á kennslusjúkrahúsi að loknu sérfræðinámi í læknisfræði. „Ég var í góðri stöðu sem deildarstjóri kvensjúkdómadeildar en hún var ólaunuð,“ segir Liana. Aðstæður í heimalandinu voru ekki góðar og lítil von um bjarta framtíð. Eiginmaður hennar fór til London þar sem hann fór að vinna í byggingarvinnu til þess að sjá fyrir Liönu og ungum syni þeirra. Eftir um tvö ár í London heyrði eiginmaðurinn af Íslandi og ákvað að heimsækja landið. Honum leist vel á og sá fyrir sér að fjölskyldan gæti átt góða framtíð hér saman. „Við komum að heimsækja hann og vorum hér í þrjá mánuði fyrst. Ég sótti um í íslensku fyrir útlendinga í háskólanum, komst inn og þá ákváðum við að flytja hingað,“ segir hún. Liana segir þau strax hafa lagt mikla áherslu á að samlagast íslensku samfélagi sem best. „Ég las mikið af bókum og horfði á íslenskt sjónvarpsefni.“ Hún náði góðum tökum á íslenskunni og stuttu eftir að hún útskrifaðist úr háskólanum sá hún auglýsta stöðu aðstoðarlæknis sem hún ákvað að prófa að sækja um. „Ég var boðuð í viðtal og átti að fá að vinna launalaust á bráðamóttökunni í eitt ár til þess að læra inn á hvernig þetta virkar allt hér. Ég var alveg til í það en á þeim tíma hélt ég að ég væri að fá búsetuleyfi. Það var þannig að ef maður kláraði BA í íslensku þá fékk maður búsetuleyfi. Síðan fer ég í sumarfrí til Úkraínu og þegar ég kem heim bíður mín bréf frá Útlendingastofnun um að ég hafi ekki fengið leyfið. Þá var búið að breyta lögunum og ég þurfti að fara að vinna og borga skatta til þess að geta átt rétt á leyfinu.“ Hún varð því að hætta við starfsnámið á spítalanum og réð sig til vinnu á leikskólanum sem sonur hennar hafði verið á þegar þau komu fyrst til landsins. Þar vinnur hún enn þann dag í dag en eiginmaður hennar starfar í vörumóttöku og eldhúsi á Landspítalanum. Hún segist þekkja nokkra læknis- og viðskiptamenntaða innflytjendur sem hefur einnig gengið illa að fá menntun sína metna. Sjálf hefur hún margoft reynt að fá menntun sína metna en lítið orðið ágengt. „Ég fékk þau svör fyrir ári að ég þyrfti að taka síðustu þrjú árin í læknisfræðinni. Ég er alveg til í það. Þeir vilja hins vegar að ég taki klásusinn til þess að komast inn og mér finnst það ósanngjarnt,“ segir Liana. „Þar er ekki verið að spyrja um hluti tengda læknisfræði. Ég er búin með sex ára nám í þessu og finnst ég ekki eiga að þurfa að taka þetta próf til þess að geta tekið síðustu þrjú árin aftur.“ Liana sendi bréf til læknadeildarinnar í ágúst til þess að reyna að komast hjá því að taka inngangsprófið en hefur ekki enn fengið svör. Hún segist þó ekki hafa misst vonina og vonast til þess að einhvern tímann geti hún starfað hér sem læknir. „Ég finn það alveg að mig langar að gera meira. Ég var að hugsa um daginn að kannski væri ég bara orðin alltof gömul til þess að fara að vinna við þetta. Ég var þrítug þegar ég kom hingað og er 42 ára núna. Ef ég klára þessi þrjú ár þá er ég um 45 ára þegar ég byrja að vinna og þá á ég alveg 22 ár eftir af starfsævinni þannig að það gæti alveg gengið,“ segir hún.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira