Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn 12. júní 2014 13:15 Bjarni Guðjónsson, Gummi Ben og Hjörvar verða allir í HM-messunni. vísir/daníel Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í Brasilíu í kvöld með upphafsleik heimamanna og Króata í Sao Paulo. Útsendingar Stöðvar 2 Sport2 hefjast annað kvöld en þar verða 18 leikir í beinni. „Það sem er skemmtilegast við HM hjá okkur er sú staðreynd að við erum með kvöldin, skemmtilegasta leiktímanum. Gummi Ben hefur HM-messu klukkan 21:10 fram að leik klukkan 22:00 og svo er leikurinn til miðnættis,“ segir Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports. „HM Messan verður litrík; Óskar Hrafn, Bjarni Guðjóns, Reynir Leósson og nokkur óvænt andlit mæta til Gumma á kvöldin. Þeirra hlutverk verður að segja fólki eitthvað sem það veit ekki. Ekki bara að segja fólki að Ítalir spili góða vörn, Afríkumenn séu villtir eða að Brasilíumenn læri fótbolta úti á bílastæði.“ „Við munum nálgast leikina að þeirri fagmennsku sem hefur fylgt okkur frá fyrsta degi. Allir átján leikirnir verða í brakandi háskerpu og auðvitað erum við sérstaklega spenntir fyrir leik Englands og Ítalíu á laugardagskvöldið. Það er menningarviðburður eins og þeir gerast bestir.“Aron Jóhannsson mætir til leiks í Brasilíu.Vísir/gettyAron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM komi hann við sögu hjá Bandaríkjunum í Brasilíu. „Aron er að upplifa draum allra með því að spila á flottasta móti í heiminum. Vissulega eru vetrar- og sumarólympíuleikar stórkostleg mót en það er ekkert eins og HM í mínum huga,“ segir Hjörvar. „Það er svo ótrúlegt að einhver gutti úr Grafarvoginum skuli vera þarna. Hann er íslenskari en harðfiskurinn þó hann sé fæddur í Vesturheimi eins og margir góðir.“ Allir leikirnir á HM verða sýndir á Stöð 2 Sport 2 en 18 þeirra í beinni útsendingu, þar af allir kvöldleikirnir í riðlakeppninni sem fyrr segir. „Auðvitað er aðalmalmálið leikirnir átján í beinni útsendingu. Og að sama skapi verða leikirnir okkar allir sýndir hjá RÚV líka en bara seinna,“ segir Hjörvar. „Þó fótbolti sé alltaf skemmtilegur þá vill maður fá hann í beinni útsendingu. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar maður þurfti bara að sniðganga textavarpið og útvarpsfréttir á RÚV til að heyra ekki úrslitin.“ Gummi Ben og félagar hætta svo ekkert þegar riðlakeppninni er lokið. „Eftir riðlakeppnina verður Gummi með HM-messu kl. 22:00 daginn eftir 16 liða úrslit, 8 liða úrslit, undanúrslit og loks á mánudeginum eftir keppnina,“ segir Hjörvar Hafliðason.Leikirnir á HM sem verða í beinni á Stöð 2 Sport 2: 13. júní, klukkan 22.00 B-riðill: Síle-Ástralía 14. júní, klukkan 22.00 D-riðill: England-Ítalía 15. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Argentína-Bosnía 16. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Gana - Bandaríkin 17. júní, klukkan 22.00 H-riðill: Rússland - Suður Kórea 18. júní, klukkan 22.00 A-riðill: Kamerún - Króatía 19. júní, klukkan 22.00 C-riðill: Japan - Grikkland 20. júní, klukkan 22.00 E-riðill: Hondúras - Ekvador 21. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Nígería - Bosnía 22. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Bandaríkin - Portúgal 23. júní, klukkan 16.00 B-riðill: Ástralía - Spánn 23. júní, klukkan, 20.00 A-riðill: Kamerún - Brasilíu 24. júní, klukkan 16.00 D-riðill: Kosta Ríka - England 24. júní, klukkan, 20.00 C-riðill: Japan - Kólumbía 25. júní, klukkan 16.00 F-riðill: Bosnía - Íran 25. júní, klukkan, 20.00 E-riðill: Ekvador - Frakkland 26. júní, klukkan 16.00 G-riðill: Bandaríkin - Þýskaland 26. júní, klukkan, 20.00 H-riðill: Suður Kórea - BelgíaStöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í Brasilíu í kvöld með upphafsleik heimamanna og Króata í Sao Paulo. Útsendingar Stöðvar 2 Sport2 hefjast annað kvöld en þar verða 18 leikir í beinni. „Það sem er skemmtilegast við HM hjá okkur er sú staðreynd að við erum með kvöldin, skemmtilegasta leiktímanum. Gummi Ben hefur HM-messu klukkan 21:10 fram að leik klukkan 22:00 og svo er leikurinn til miðnættis,“ segir Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports. „HM Messan verður litrík; Óskar Hrafn, Bjarni Guðjóns, Reynir Leósson og nokkur óvænt andlit mæta til Gumma á kvöldin. Þeirra hlutverk verður að segja fólki eitthvað sem það veit ekki. Ekki bara að segja fólki að Ítalir spili góða vörn, Afríkumenn séu villtir eða að Brasilíumenn læri fótbolta úti á bílastæði.“ „Við munum nálgast leikina að þeirri fagmennsku sem hefur fylgt okkur frá fyrsta degi. Allir átján leikirnir verða í brakandi háskerpu og auðvitað erum við sérstaklega spenntir fyrir leik Englands og Ítalíu á laugardagskvöldið. Það er menningarviðburður eins og þeir gerast bestir.“Aron Jóhannsson mætir til leiks í Brasilíu.Vísir/gettyAron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM komi hann við sögu hjá Bandaríkjunum í Brasilíu. „Aron er að upplifa draum allra með því að spila á flottasta móti í heiminum. Vissulega eru vetrar- og sumarólympíuleikar stórkostleg mót en það er ekkert eins og HM í mínum huga,“ segir Hjörvar. „Það er svo ótrúlegt að einhver gutti úr Grafarvoginum skuli vera þarna. Hann er íslenskari en harðfiskurinn þó hann sé fæddur í Vesturheimi eins og margir góðir.“ Allir leikirnir á HM verða sýndir á Stöð 2 Sport 2 en 18 þeirra í beinni útsendingu, þar af allir kvöldleikirnir í riðlakeppninni sem fyrr segir. „Auðvitað er aðalmalmálið leikirnir átján í beinni útsendingu. Og að sama skapi verða leikirnir okkar allir sýndir hjá RÚV líka en bara seinna,“ segir Hjörvar. „Þó fótbolti sé alltaf skemmtilegur þá vill maður fá hann í beinni útsendingu. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar maður þurfti bara að sniðganga textavarpið og útvarpsfréttir á RÚV til að heyra ekki úrslitin.“ Gummi Ben og félagar hætta svo ekkert þegar riðlakeppninni er lokið. „Eftir riðlakeppnina verður Gummi með HM-messu kl. 22:00 daginn eftir 16 liða úrslit, 8 liða úrslit, undanúrslit og loks á mánudeginum eftir keppnina,“ segir Hjörvar Hafliðason.Leikirnir á HM sem verða í beinni á Stöð 2 Sport 2: 13. júní, klukkan 22.00 B-riðill: Síle-Ástralía 14. júní, klukkan 22.00 D-riðill: England-Ítalía 15. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Argentína-Bosnía 16. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Gana - Bandaríkin 17. júní, klukkan 22.00 H-riðill: Rússland - Suður Kórea 18. júní, klukkan 22.00 A-riðill: Kamerún - Króatía 19. júní, klukkan 22.00 C-riðill: Japan - Grikkland 20. júní, klukkan 22.00 E-riðill: Hondúras - Ekvador 21. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Nígería - Bosnía 22. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Bandaríkin - Portúgal 23. júní, klukkan 16.00 B-riðill: Ástralía - Spánn 23. júní, klukkan, 20.00 A-riðill: Kamerún - Brasilíu 24. júní, klukkan 16.00 D-riðill: Kosta Ríka - England 24. júní, klukkan, 20.00 C-riðill: Japan - Kólumbía 25. júní, klukkan 16.00 F-riðill: Bosnía - Íran 25. júní, klukkan, 20.00 E-riðill: Ekvador - Frakkland 26. júní, klukkan 16.00 G-riðill: Bandaríkin - Þýskaland 26. júní, klukkan, 20.00 H-riðill: Suður Kórea - BelgíaStöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Sjá meira