Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn 12. júní 2014 13:15 Bjarni Guðjónsson, Gummi Ben og Hjörvar verða allir í HM-messunni. vísir/daníel Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í Brasilíu í kvöld með upphafsleik heimamanna og Króata í Sao Paulo. Útsendingar Stöðvar 2 Sport2 hefjast annað kvöld en þar verða 18 leikir í beinni. „Það sem er skemmtilegast við HM hjá okkur er sú staðreynd að við erum með kvöldin, skemmtilegasta leiktímanum. Gummi Ben hefur HM-messu klukkan 21:10 fram að leik klukkan 22:00 og svo er leikurinn til miðnættis,“ segir Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports. „HM Messan verður litrík; Óskar Hrafn, Bjarni Guðjóns, Reynir Leósson og nokkur óvænt andlit mæta til Gumma á kvöldin. Þeirra hlutverk verður að segja fólki eitthvað sem það veit ekki. Ekki bara að segja fólki að Ítalir spili góða vörn, Afríkumenn séu villtir eða að Brasilíumenn læri fótbolta úti á bílastæði.“ „Við munum nálgast leikina að þeirri fagmennsku sem hefur fylgt okkur frá fyrsta degi. Allir átján leikirnir verða í brakandi háskerpu og auðvitað erum við sérstaklega spenntir fyrir leik Englands og Ítalíu á laugardagskvöldið. Það er menningarviðburður eins og þeir gerast bestir.“Aron Jóhannsson mætir til leiks í Brasilíu.Vísir/gettyAron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM komi hann við sögu hjá Bandaríkjunum í Brasilíu. „Aron er að upplifa draum allra með því að spila á flottasta móti í heiminum. Vissulega eru vetrar- og sumarólympíuleikar stórkostleg mót en það er ekkert eins og HM í mínum huga,“ segir Hjörvar. „Það er svo ótrúlegt að einhver gutti úr Grafarvoginum skuli vera þarna. Hann er íslenskari en harðfiskurinn þó hann sé fæddur í Vesturheimi eins og margir góðir.“ Allir leikirnir á HM verða sýndir á Stöð 2 Sport 2 en 18 þeirra í beinni útsendingu, þar af allir kvöldleikirnir í riðlakeppninni sem fyrr segir. „Auðvitað er aðalmalmálið leikirnir átján í beinni útsendingu. Og að sama skapi verða leikirnir okkar allir sýndir hjá RÚV líka en bara seinna,“ segir Hjörvar. „Þó fótbolti sé alltaf skemmtilegur þá vill maður fá hann í beinni útsendingu. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar maður þurfti bara að sniðganga textavarpið og útvarpsfréttir á RÚV til að heyra ekki úrslitin.“ Gummi Ben og félagar hætta svo ekkert þegar riðlakeppninni er lokið. „Eftir riðlakeppnina verður Gummi með HM-messu kl. 22:00 daginn eftir 16 liða úrslit, 8 liða úrslit, undanúrslit og loks á mánudeginum eftir keppnina,“ segir Hjörvar Hafliðason.Leikirnir á HM sem verða í beinni á Stöð 2 Sport 2: 13. júní, klukkan 22.00 B-riðill: Síle-Ástralía 14. júní, klukkan 22.00 D-riðill: England-Ítalía 15. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Argentína-Bosnía 16. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Gana - Bandaríkin 17. júní, klukkan 22.00 H-riðill: Rússland - Suður Kórea 18. júní, klukkan 22.00 A-riðill: Kamerún - Króatía 19. júní, klukkan 22.00 C-riðill: Japan - Grikkland 20. júní, klukkan 22.00 E-riðill: Hondúras - Ekvador 21. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Nígería - Bosnía 22. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Bandaríkin - Portúgal 23. júní, klukkan 16.00 B-riðill: Ástralía - Spánn 23. júní, klukkan, 20.00 A-riðill: Kamerún - Brasilíu 24. júní, klukkan 16.00 D-riðill: Kosta Ríka - England 24. júní, klukkan, 20.00 C-riðill: Japan - Kólumbía 25. júní, klukkan 16.00 F-riðill: Bosnía - Íran 25. júní, klukkan, 20.00 E-riðill: Ekvador - Frakkland 26. júní, klukkan 16.00 G-riðill: Bandaríkin - Þýskaland 26. júní, klukkan, 20.00 H-riðill: Suður Kórea - BelgíaStöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í Brasilíu í kvöld með upphafsleik heimamanna og Króata í Sao Paulo. Útsendingar Stöðvar 2 Sport2 hefjast annað kvöld en þar verða 18 leikir í beinni. „Það sem er skemmtilegast við HM hjá okkur er sú staðreynd að við erum með kvöldin, skemmtilegasta leiktímanum. Gummi Ben hefur HM-messu klukkan 21:10 fram að leik klukkan 22:00 og svo er leikurinn til miðnættis,“ segir Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports. „HM Messan verður litrík; Óskar Hrafn, Bjarni Guðjóns, Reynir Leósson og nokkur óvænt andlit mæta til Gumma á kvöldin. Þeirra hlutverk verður að segja fólki eitthvað sem það veit ekki. Ekki bara að segja fólki að Ítalir spili góða vörn, Afríkumenn séu villtir eða að Brasilíumenn læri fótbolta úti á bílastæði.“ „Við munum nálgast leikina að þeirri fagmennsku sem hefur fylgt okkur frá fyrsta degi. Allir átján leikirnir verða í brakandi háskerpu og auðvitað erum við sérstaklega spenntir fyrir leik Englands og Ítalíu á laugardagskvöldið. Það er menningarviðburður eins og þeir gerast bestir.“Aron Jóhannsson mætir til leiks í Brasilíu.Vísir/gettyAron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM komi hann við sögu hjá Bandaríkjunum í Brasilíu. „Aron er að upplifa draum allra með því að spila á flottasta móti í heiminum. Vissulega eru vetrar- og sumarólympíuleikar stórkostleg mót en það er ekkert eins og HM í mínum huga,“ segir Hjörvar. „Það er svo ótrúlegt að einhver gutti úr Grafarvoginum skuli vera þarna. Hann er íslenskari en harðfiskurinn þó hann sé fæddur í Vesturheimi eins og margir góðir.“ Allir leikirnir á HM verða sýndir á Stöð 2 Sport 2 en 18 þeirra í beinni útsendingu, þar af allir kvöldleikirnir í riðlakeppninni sem fyrr segir. „Auðvitað er aðalmalmálið leikirnir átján í beinni útsendingu. Og að sama skapi verða leikirnir okkar allir sýndir hjá RÚV líka en bara seinna,“ segir Hjörvar. „Þó fótbolti sé alltaf skemmtilegur þá vill maður fá hann í beinni útsendingu. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar maður þurfti bara að sniðganga textavarpið og útvarpsfréttir á RÚV til að heyra ekki úrslitin.“ Gummi Ben og félagar hætta svo ekkert þegar riðlakeppninni er lokið. „Eftir riðlakeppnina verður Gummi með HM-messu kl. 22:00 daginn eftir 16 liða úrslit, 8 liða úrslit, undanúrslit og loks á mánudeginum eftir keppnina,“ segir Hjörvar Hafliðason.Leikirnir á HM sem verða í beinni á Stöð 2 Sport 2: 13. júní, klukkan 22.00 B-riðill: Síle-Ástralía 14. júní, klukkan 22.00 D-riðill: England-Ítalía 15. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Argentína-Bosnía 16. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Gana - Bandaríkin 17. júní, klukkan 22.00 H-riðill: Rússland - Suður Kórea 18. júní, klukkan 22.00 A-riðill: Kamerún - Króatía 19. júní, klukkan 22.00 C-riðill: Japan - Grikkland 20. júní, klukkan 22.00 E-riðill: Hondúras - Ekvador 21. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Nígería - Bosnía 22. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Bandaríkin - Portúgal 23. júní, klukkan 16.00 B-riðill: Ástralía - Spánn 23. júní, klukkan, 20.00 A-riðill: Kamerún - Brasilíu 24. júní, klukkan 16.00 D-riðill: Kosta Ríka - England 24. júní, klukkan, 20.00 C-riðill: Japan - Kólumbía 25. júní, klukkan 16.00 F-riðill: Bosnía - Íran 25. júní, klukkan, 20.00 E-riðill: Ekvador - Frakkland 26. júní, klukkan 16.00 G-riðill: Bandaríkin - Þýskaland 26. júní, klukkan, 20.00 H-riðill: Suður Kórea - BelgíaStöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira