Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn 12. júní 2014 13:15 Bjarni Guðjónsson, Gummi Ben og Hjörvar verða allir í HM-messunni. vísir/daníel Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í Brasilíu í kvöld með upphafsleik heimamanna og Króata í Sao Paulo. Útsendingar Stöðvar 2 Sport2 hefjast annað kvöld en þar verða 18 leikir í beinni. „Það sem er skemmtilegast við HM hjá okkur er sú staðreynd að við erum með kvöldin, skemmtilegasta leiktímanum. Gummi Ben hefur HM-messu klukkan 21:10 fram að leik klukkan 22:00 og svo er leikurinn til miðnættis,“ segir Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports. „HM Messan verður litrík; Óskar Hrafn, Bjarni Guðjóns, Reynir Leósson og nokkur óvænt andlit mæta til Gumma á kvöldin. Þeirra hlutverk verður að segja fólki eitthvað sem það veit ekki. Ekki bara að segja fólki að Ítalir spili góða vörn, Afríkumenn séu villtir eða að Brasilíumenn læri fótbolta úti á bílastæði.“ „Við munum nálgast leikina að þeirri fagmennsku sem hefur fylgt okkur frá fyrsta degi. Allir átján leikirnir verða í brakandi háskerpu og auðvitað erum við sérstaklega spenntir fyrir leik Englands og Ítalíu á laugardagskvöldið. Það er menningarviðburður eins og þeir gerast bestir.“Aron Jóhannsson mætir til leiks í Brasilíu.Vísir/gettyAron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM komi hann við sögu hjá Bandaríkjunum í Brasilíu. „Aron er að upplifa draum allra með því að spila á flottasta móti í heiminum. Vissulega eru vetrar- og sumarólympíuleikar stórkostleg mót en það er ekkert eins og HM í mínum huga,“ segir Hjörvar. „Það er svo ótrúlegt að einhver gutti úr Grafarvoginum skuli vera þarna. Hann er íslenskari en harðfiskurinn þó hann sé fæddur í Vesturheimi eins og margir góðir.“ Allir leikirnir á HM verða sýndir á Stöð 2 Sport 2 en 18 þeirra í beinni útsendingu, þar af allir kvöldleikirnir í riðlakeppninni sem fyrr segir. „Auðvitað er aðalmalmálið leikirnir átján í beinni útsendingu. Og að sama skapi verða leikirnir okkar allir sýndir hjá RÚV líka en bara seinna,“ segir Hjörvar. „Þó fótbolti sé alltaf skemmtilegur þá vill maður fá hann í beinni útsendingu. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar maður þurfti bara að sniðganga textavarpið og útvarpsfréttir á RÚV til að heyra ekki úrslitin.“ Gummi Ben og félagar hætta svo ekkert þegar riðlakeppninni er lokið. „Eftir riðlakeppnina verður Gummi með HM-messu kl. 22:00 daginn eftir 16 liða úrslit, 8 liða úrslit, undanúrslit og loks á mánudeginum eftir keppnina,“ segir Hjörvar Hafliðason.Leikirnir á HM sem verða í beinni á Stöð 2 Sport 2: 13. júní, klukkan 22.00 B-riðill: Síle-Ástralía 14. júní, klukkan 22.00 D-riðill: England-Ítalía 15. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Argentína-Bosnía 16. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Gana - Bandaríkin 17. júní, klukkan 22.00 H-riðill: Rússland - Suður Kórea 18. júní, klukkan 22.00 A-riðill: Kamerún - Króatía 19. júní, klukkan 22.00 C-riðill: Japan - Grikkland 20. júní, klukkan 22.00 E-riðill: Hondúras - Ekvador 21. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Nígería - Bosnía 22. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Bandaríkin - Portúgal 23. júní, klukkan 16.00 B-riðill: Ástralía - Spánn 23. júní, klukkan, 20.00 A-riðill: Kamerún - Brasilíu 24. júní, klukkan 16.00 D-riðill: Kosta Ríka - England 24. júní, klukkan, 20.00 C-riðill: Japan - Kólumbía 25. júní, klukkan 16.00 F-riðill: Bosnía - Íran 25. júní, klukkan, 20.00 E-riðill: Ekvador - Frakkland 26. júní, klukkan 16.00 G-riðill: Bandaríkin - Þýskaland 26. júní, klukkan, 20.00 H-riðill: Suður Kórea - BelgíaStöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í Brasilíu í kvöld með upphafsleik heimamanna og Króata í Sao Paulo. Útsendingar Stöðvar 2 Sport2 hefjast annað kvöld en þar verða 18 leikir í beinni. „Það sem er skemmtilegast við HM hjá okkur er sú staðreynd að við erum með kvöldin, skemmtilegasta leiktímanum. Gummi Ben hefur HM-messu klukkan 21:10 fram að leik klukkan 22:00 og svo er leikurinn til miðnættis,“ segir Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports. „HM Messan verður litrík; Óskar Hrafn, Bjarni Guðjóns, Reynir Leósson og nokkur óvænt andlit mæta til Gumma á kvöldin. Þeirra hlutverk verður að segja fólki eitthvað sem það veit ekki. Ekki bara að segja fólki að Ítalir spili góða vörn, Afríkumenn séu villtir eða að Brasilíumenn læri fótbolta úti á bílastæði.“ „Við munum nálgast leikina að þeirri fagmennsku sem hefur fylgt okkur frá fyrsta degi. Allir átján leikirnir verða í brakandi háskerpu og auðvitað erum við sérstaklega spenntir fyrir leik Englands og Ítalíu á laugardagskvöldið. Það er menningarviðburður eins og þeir gerast bestir.“Aron Jóhannsson mætir til leiks í Brasilíu.Vísir/gettyAron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM komi hann við sögu hjá Bandaríkjunum í Brasilíu. „Aron er að upplifa draum allra með því að spila á flottasta móti í heiminum. Vissulega eru vetrar- og sumarólympíuleikar stórkostleg mót en það er ekkert eins og HM í mínum huga,“ segir Hjörvar. „Það er svo ótrúlegt að einhver gutti úr Grafarvoginum skuli vera þarna. Hann er íslenskari en harðfiskurinn þó hann sé fæddur í Vesturheimi eins og margir góðir.“ Allir leikirnir á HM verða sýndir á Stöð 2 Sport 2 en 18 þeirra í beinni útsendingu, þar af allir kvöldleikirnir í riðlakeppninni sem fyrr segir. „Auðvitað er aðalmalmálið leikirnir átján í beinni útsendingu. Og að sama skapi verða leikirnir okkar allir sýndir hjá RÚV líka en bara seinna,“ segir Hjörvar. „Þó fótbolti sé alltaf skemmtilegur þá vill maður fá hann í beinni útsendingu. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar maður þurfti bara að sniðganga textavarpið og útvarpsfréttir á RÚV til að heyra ekki úrslitin.“ Gummi Ben og félagar hætta svo ekkert þegar riðlakeppninni er lokið. „Eftir riðlakeppnina verður Gummi með HM-messu kl. 22:00 daginn eftir 16 liða úrslit, 8 liða úrslit, undanúrslit og loks á mánudeginum eftir keppnina,“ segir Hjörvar Hafliðason.Leikirnir á HM sem verða í beinni á Stöð 2 Sport 2: 13. júní, klukkan 22.00 B-riðill: Síle-Ástralía 14. júní, klukkan 22.00 D-riðill: England-Ítalía 15. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Argentína-Bosnía 16. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Gana - Bandaríkin 17. júní, klukkan 22.00 H-riðill: Rússland - Suður Kórea 18. júní, klukkan 22.00 A-riðill: Kamerún - Króatía 19. júní, klukkan 22.00 C-riðill: Japan - Grikkland 20. júní, klukkan 22.00 E-riðill: Hondúras - Ekvador 21. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Nígería - Bosnía 22. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Bandaríkin - Portúgal 23. júní, klukkan 16.00 B-riðill: Ástralía - Spánn 23. júní, klukkan, 20.00 A-riðill: Kamerún - Brasilíu 24. júní, klukkan 16.00 D-riðill: Kosta Ríka - England 24. júní, klukkan, 20.00 C-riðill: Japan - Kólumbía 25. júní, klukkan 16.00 F-riðill: Bosnía - Íran 25. júní, klukkan, 20.00 E-riðill: Ekvador - Frakkland 26. júní, klukkan 16.00 G-riðill: Bandaríkin - Þýskaland 26. júní, klukkan, 20.00 H-riðill: Suður Kórea - BelgíaStöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.Kynntu þér málið nánar á 365.is.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira