Maður sem barði konu í andlitið í New York sleppur við ákæru Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. nóvember 2014 16:11 Hér má sjá skjáskot úr myndbandinu. Maður frá New York verður ekki kærður fyrir slá konu í andlitið í síðustu viku. Maðurinn og konan voru um borð í lest þegar þau fóru að rífast. Konan sló manninn í hnakkann með skó og sneri maðurinn sér við og sló hana með flötum lófa í andlitið. Atvikið náðist á myndband og það sett á vefsíðuna Youtube á sunnudaginn. Myndbandið hefur farið víða í netheimum, horft hefur verið á það í um fimm milljónir skipta. Það má sjá hér að neðan: New York Post birtir í dag viðtal við manninn. Þar kemur fram að hann hafi verið handtekinn og var geymdur í fangageymslum lögreglunnar í New York í fjóra daga í kjölfar atviksins. Saksóknari ákvað að ekki væri tilefni til að ákæra manninn, því hann hafi slegið konuna í sjálfsvörn, eftir að hún réðst á hann. Í fréttinni kemur fram að konan og vinkonur hennar hafi gert grín af manninum, sem heitir Jorge Pena, vegna klæðaburðar hans. Þær sögðu jakkann ekki vera í tísku en maðurinn bendir á að rapparinn T.I. hafi verið í eins jakka í nýjasta myndbandi sínu og finnst hann þannig að hafa sýnt fram á að hann sé móðins. Seinfeld-aðdáendur muna eflaust eftir svipuðum jakka en persónan David Puddy klæddist honum. Puddy var kærasti Elaine, bestu vinkonu Jerry Seinfeld. Hér að neðan má sjá atriði þar sem Puddy er í jakkanum. „Ég elska þennan jakka,“ segir hann í samtali við New York Post. Hann segist þó ekki ætla að klæðast honum aftur, því allir muni tengja hann við slagsmálin. Pena er fæddur í Dóminíska lýðveldinu og kom til Bandaríkjanna til þess að spila hafnabolta. Hann var um tíma atvinnumaður en þurfti að hætta vegna meiðsla árið 2010. „Ég hef aldrei slegið neinn áður, sérstaklega ekki stelpu,“ segir Pena. Konan, sem er 21 árs og heitir Danay Howard, hefur verið kærð fyrir líkamsárás fyrir að slá Pena með skónum. Vinkona hennar, hin tvítuga Shanique Campbell, hefur einnig verið kærð fyrir sama brot, en hún sló Pena með veskinu sínu Lögfræðingur Pena segist afar ánægður að atvikið hafi verið tekið upp á myndband. Þannig hafi saksóknarinn haft öll þau sönnunargögn sem hann þurfti fyrir framan sig og getað tekið rétta ákvörðun. Pena ætlar í mál við borgina vegna þess að hann var látinn gista fangageymslur í fjóra sólarhringa. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Maður frá New York verður ekki kærður fyrir slá konu í andlitið í síðustu viku. Maðurinn og konan voru um borð í lest þegar þau fóru að rífast. Konan sló manninn í hnakkann með skó og sneri maðurinn sér við og sló hana með flötum lófa í andlitið. Atvikið náðist á myndband og það sett á vefsíðuna Youtube á sunnudaginn. Myndbandið hefur farið víða í netheimum, horft hefur verið á það í um fimm milljónir skipta. Það má sjá hér að neðan: New York Post birtir í dag viðtal við manninn. Þar kemur fram að hann hafi verið handtekinn og var geymdur í fangageymslum lögreglunnar í New York í fjóra daga í kjölfar atviksins. Saksóknari ákvað að ekki væri tilefni til að ákæra manninn, því hann hafi slegið konuna í sjálfsvörn, eftir að hún réðst á hann. Í fréttinni kemur fram að konan og vinkonur hennar hafi gert grín af manninum, sem heitir Jorge Pena, vegna klæðaburðar hans. Þær sögðu jakkann ekki vera í tísku en maðurinn bendir á að rapparinn T.I. hafi verið í eins jakka í nýjasta myndbandi sínu og finnst hann þannig að hafa sýnt fram á að hann sé móðins. Seinfeld-aðdáendur muna eflaust eftir svipuðum jakka en persónan David Puddy klæddist honum. Puddy var kærasti Elaine, bestu vinkonu Jerry Seinfeld. Hér að neðan má sjá atriði þar sem Puddy er í jakkanum. „Ég elska þennan jakka,“ segir hann í samtali við New York Post. Hann segist þó ekki ætla að klæðast honum aftur, því allir muni tengja hann við slagsmálin. Pena er fæddur í Dóminíska lýðveldinu og kom til Bandaríkjanna til þess að spila hafnabolta. Hann var um tíma atvinnumaður en þurfti að hætta vegna meiðsla árið 2010. „Ég hef aldrei slegið neinn áður, sérstaklega ekki stelpu,“ segir Pena. Konan, sem er 21 árs og heitir Danay Howard, hefur verið kærð fyrir líkamsárás fyrir að slá Pena með skónum. Vinkona hennar, hin tvítuga Shanique Campbell, hefur einnig verið kærð fyrir sama brot, en hún sló Pena með veskinu sínu Lögfræðingur Pena segist afar ánægður að atvikið hafi verið tekið upp á myndband. Þannig hafi saksóknarinn haft öll þau sönnunargögn sem hann þurfti fyrir framan sig og getað tekið rétta ákvörðun. Pena ætlar í mál við borgina vegna þess að hann var látinn gista fangageymslur í fjóra sólarhringa.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira