Atvikið náðist á myndband og það sett á vefsíðuna Youtube á sunnudaginn. Myndbandið hefur farið víða í netheimum, horft hefur verið á það í um fimm milljónir skipta. Það má sjá hér að neðan:
New York Post birtir í dag viðtal við manninn. Þar kemur fram að hann hafi verið handtekinn og var geymdur í fangageymslum lögreglunnar í New York í fjóra daga í kjölfar atviksins. Saksóknari ákvað að ekki væri tilefni til að ákæra manninn, því hann hafi slegið konuna í sjálfsvörn, eftir að hún réðst á hann.
Í fréttinni kemur fram að konan og vinkonur hennar hafi gert grín af manninum, sem heitir Jorge Pena, vegna klæðaburðar hans. Þær sögðu jakkann ekki vera í tísku en maðurinn bendir á að rapparinn T.I. hafi verið í eins jakka í nýjasta myndbandi sínu og finnst hann þannig að hafa sýnt fram á að hann sé móðins. Seinfeld-aðdáendur muna eflaust eftir svipuðum jakka en persónan David Puddy klæddist honum. Puddy var kærasti Elaine, bestu vinkonu Jerry Seinfeld. Hér að neðan má sjá atriði þar sem Puddy er í jakkanum.
„Ég elska þennan jakka,“ segir hann í samtali við New York Post. Hann segist þó ekki ætla að klæðast honum aftur, því allir muni tengja hann við slagsmálin.
Pena er fæddur í Dóminíska lýðveldinu og kom til Bandaríkjanna til þess að spila hafnabolta. Hann var um tíma atvinnumaður en þurfti að hætta vegna meiðsla árið 2010. „Ég hef aldrei slegið neinn áður, sérstaklega ekki stelpu,“ segir Pena.
Konan, sem er 21 árs og heitir Danay Howard, hefur verið kærð fyrir líkamsárás fyrir að slá Pena með skónum. Vinkona hennar, hin tvítuga Shanique Campbell, hefur einnig verið kærð fyrir sama brot, en hún sló Pena með veskinu sínu
Lögfræðingur Pena segist afar ánægður að atvikið hafi verið tekið upp á myndband. Þannig hafi saksóknarinn haft öll þau sönnunargögn sem hann þurfti fyrir framan sig og getað tekið rétta ákvörðun. Pena ætlar í mál við borgina vegna þess að hann var látinn gista fangageymslur í fjóra sólarhringa.