Lítur á tölvuárás Norður-Kóreu sem skemmdarverk ekki árás Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2014 18:40 Obama hefði viljað að Sony hefði haft samband við sig áður en hætt var við birtingu The Interview. Vísir/AP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist ekki líta á tölvuárás Norður-Kóreu á tölvukerfi Sony, sem stríðsaðgerð. Þess í stað horfi yfirvöld þar í landi á árásina sem skemmdarverk. Washington íhugar nú að setja Norður-Kóreu aftur á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Kvikmyndadeild Sony hætti við útgáfu myndarinnar The Interview eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna hana. Hakkararnir höfðu þá hótað að gera árásir á kvikmyndahús þar sem myndin væri sýnd. Sony vill þrátt fyrir það sýna myndina á einhvern hátt. „Hvernig það verður gert veit enginn enn,“ hefur AP fréttaveitan eftir lögmanni Sony. Í myndinni er Kim Jong-un, einræðisherra Norður Kóreu ráðinn af dögum. Obama lofar þó að bregðast við árásinni og segir að Bandaríkin muni ekki sæta sig við ógnanir hakkara. „Í lít ekki á þetta sem árás í stríði. Ég tel að þetta hafi verið skemmdarverk sem reyndist okkur mjög dýrt. Við tökum þessu að mikilli alvöru,“ segir Obama.Ný tegund stríðs Repúblikaninn John McCain er þó ekki sáttur við þessa skilgreiningu forsetans. „Þetta er ný tegund stríðs og við verðum að bregðast við þeirri tegund með betri tegund stríðs. Flokkssystir McCain, Lindsey Graham segir árásina vera hryðjuverk og segir að herða eigi viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Hann vill einnig að landinu verði bætt aftur við listann yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Norður-Kórea var á þeim lista í tvo áratugi, en ríkisstjórn George Bush tók þá af listanum árið 2008 þegar kjarnorkuviðræður stóðu yfir. Einungis Íran, Súdan, Sýrland og Kúba eru á listanum. Þá hafa yfirvöld í Pyonyang hótað því að bregðast hart við verði landið sett aftur á umræddan lista. þetta kom fram í tilkynningu frá þjóðaröryggisráði Norður-Kóreu, en ekkert var tekið fram um hver þau viðbrögð yrðu.Hafa beðið Kína um aðstoð AP hefur heimildir fyrir því að Washington hafi beðið stjórnvöld í Kína um hugmyndir hvernig bregðast ætti við tölvuárásinni. Þá segja þeir að ríkin hafi skipst á upplýsingum um árásina. Þrátt fyrir að Obama hafi áður sakað Kína um tölvuárásir á Bandaríkin. Í nýlegu viðtali við CNN ítrekaði Obama að hann væri óánægður ákvörðun Sony um að birta The Interview ekki. Sony hefur hins vegar gefið út að þeir hefðu ekki haft aðra kosti eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna myndina. Obama sagðist hafa viljað að Sony hefði haft samband við sig. „Ég hefði mögulega haft samband við kvikmyndahúsakeðjurnar og dreifingaraðila og spurt þá um hvað málið snerist.“ Norður-Kórea hefur neitað því að hafa komið að árásinni og buðu yfirvöld þar fram hjálp sína við rannsókn málsins í gær. Hvíta húsið hafnaði því og segjast þeir vera öryggir með að Norður-Kórea hafi komið að árásinni. Sony-hakkið Tengdar fréttir Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. 19. desember 2014 23:36 Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15 Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Segir það mistök hjá Sony að hætta við dreifingu myndarinnar Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. 20. desember 2014 13:50 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja engan fót fyrir ásökunum um aðild þeirra að tölvuárásum á Sony. 20. desember 2014 23:17 Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist ekki líta á tölvuárás Norður-Kóreu á tölvukerfi Sony, sem stríðsaðgerð. Þess í stað horfi yfirvöld þar í landi á árásina sem skemmdarverk. Washington íhugar nú að setja Norður-Kóreu aftur á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Kvikmyndadeild Sony hætti við útgáfu myndarinnar The Interview eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna hana. Hakkararnir höfðu þá hótað að gera árásir á kvikmyndahús þar sem myndin væri sýnd. Sony vill þrátt fyrir það sýna myndina á einhvern hátt. „Hvernig það verður gert veit enginn enn,“ hefur AP fréttaveitan eftir lögmanni Sony. Í myndinni er Kim Jong-un, einræðisherra Norður Kóreu ráðinn af dögum. Obama lofar þó að bregðast við árásinni og segir að Bandaríkin muni ekki sæta sig við ógnanir hakkara. „Í lít ekki á þetta sem árás í stríði. Ég tel að þetta hafi verið skemmdarverk sem reyndist okkur mjög dýrt. Við tökum þessu að mikilli alvöru,“ segir Obama.Ný tegund stríðs Repúblikaninn John McCain er þó ekki sáttur við þessa skilgreiningu forsetans. „Þetta er ný tegund stríðs og við verðum að bregðast við þeirri tegund með betri tegund stríðs. Flokkssystir McCain, Lindsey Graham segir árásina vera hryðjuverk og segir að herða eigi viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Hann vill einnig að landinu verði bætt aftur við listann yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Norður-Kórea var á þeim lista í tvo áratugi, en ríkisstjórn George Bush tók þá af listanum árið 2008 þegar kjarnorkuviðræður stóðu yfir. Einungis Íran, Súdan, Sýrland og Kúba eru á listanum. Þá hafa yfirvöld í Pyonyang hótað því að bregðast hart við verði landið sett aftur á umræddan lista. þetta kom fram í tilkynningu frá þjóðaröryggisráði Norður-Kóreu, en ekkert var tekið fram um hver þau viðbrögð yrðu.Hafa beðið Kína um aðstoð AP hefur heimildir fyrir því að Washington hafi beðið stjórnvöld í Kína um hugmyndir hvernig bregðast ætti við tölvuárásinni. Þá segja þeir að ríkin hafi skipst á upplýsingum um árásina. Þrátt fyrir að Obama hafi áður sakað Kína um tölvuárásir á Bandaríkin. Í nýlegu viðtali við CNN ítrekaði Obama að hann væri óánægður ákvörðun Sony um að birta The Interview ekki. Sony hefur hins vegar gefið út að þeir hefðu ekki haft aðra kosti eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna myndina. Obama sagðist hafa viljað að Sony hefði haft samband við sig. „Ég hefði mögulega haft samband við kvikmyndahúsakeðjurnar og dreifingaraðila og spurt þá um hvað málið snerist.“ Norður-Kórea hefur neitað því að hafa komið að árásinni og buðu yfirvöld þar fram hjálp sína við rannsókn málsins í gær. Hvíta húsið hafnaði því og segjast þeir vera öryggir með að Norður-Kórea hafi komið að árásinni.
Sony-hakkið Tengdar fréttir Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. 19. desember 2014 23:36 Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15 Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Segir það mistök hjá Sony að hætta við dreifingu myndarinnar Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. 20. desember 2014 13:50 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja engan fót fyrir ásökunum um aðild þeirra að tölvuárásum á Sony. 20. desember 2014 23:17 Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. 19. desember 2014 23:36
Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15
Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40
Segir það mistök hjá Sony að hætta við dreifingu myndarinnar Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. 20. desember 2014 13:50
Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19
Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja engan fót fyrir ásökunum um aðild þeirra að tölvuárásum á Sony. 20. desember 2014 23:17
Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10