Erlent

Kallaði „Guð er mikill“ og keyrði inn í þvögur fólks

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Dijon í Frakklandi.
Frá Dijon í Frakklandi. Vísir/Getty
Karlmaður hefur verið handtekinn í Dijon í Frakklandi eftir að hann ók á fólk á fimm mismunandi stöðum. Maðurinn slasaði ellefu gangandi vegfarendur og þar af er tveir í alvarlegu ástandi, en ekki í lífshættu.

Á vef Breska ríkisútvarpsins segir að hann hafi kallað „Allahu akbar“ sem er arabíska og þýðir guð er mikill.

Samkvæmt heimildum BBC er maðurinn veikur á geði og hefur hann áður verið lagður inn á geðdeild. Þá hafa vitni haft eftir manninum að hann hafi gert þetta fyrir börn Palestínu. Þar að auki er talið að tveir aðrir menn hafi verið með honum í bílnum.

Lögreglumenn skutu mann í gær sem réðst á lögreglumenn með hnífi og kallaði „Allahu akbar“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×