Enski boltinn

Tveir sigrar í röð hjá Dýrlingunum | öll úrslitin í enska

Dýrlingarnir fagna marki Tobys Alderweirelds.
Dýrlingarnir fagna marki Tobys Alderweirelds. vísir/getty
Eftir fjóra tapleiki í röð er Southampton aftur komið á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en liðið vann annan leikinn í röð í dag.

Dýrlingarnir höfðu betur gegn nýliðum Crystal Palace á útivelli, 3-1, þar sem Sadio Mané, Ryan Bertrand og Toby Alderweireld skoruðu mörkin.

Everton er áfram í miklum vandræðum, en liðið tapaði heima gegn Stoke, 1-0, í dag. Bojan skoraði eina markið fyrir gestina úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Christian Eriksson var hetja Tottenham enn eina ferðina, en hann skoraði sigurmarkið gegn nýliðum Leicester, 2-1, sem hafa ekki enn unnið leik síðan þeir lögðu Manchester United, 5-3, í október.

Úrslit dagsins og markaskorarar:

Chelsea - West Ham  2-0 

1-0 John Terry (31.), 2-0 Diego Costa (62.).

Crystal Palace - Southampton 1-3

0-2 Sadio Mané (17.), 0-2 Ryan Bertrand (48.), 0-3 Toby Alderweireld (54.), 1-3 Scott Dann (83.)

Everton - Stoke City 0-1

0-1 Bojan Krkic (38., víti).

Leicester - Tottenham 1-2

0-1 Harry Kane (2.), 1-1 Leonardo Ulloa (49.), 1-2 Christian Eriksen (72.).

Man Utd - Newcastle United 3-1 

1-0 Wayne Rooney (23.), 2-0 Wayne Rooney (36.), 3-0 Robin van Persie (53.). 3-1 Papiss Cissé (86., víti).

Sunderland - Hull City 1-2

1-0 Adam Johnson (1.), 1-1 Gastón Ramírez (32.), 1-2 James Chester (51.), 1-3 Nikica Jelavic (90.).

Swansea City - Aston Villa 1-0

1-0 Gylfi Þór Sigurðsson (13.).

West Bromwich Albion -  Man City 1-3

0-1 Fernando (8.), 0-2 Yaya Touré (13., víti), 0-3 David Silva (34.), 1-3 Brown Ideye (86.)

 

Burnley - Liverpool 0-1

0-1 Raheem Sterling (63.)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×