Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Linda Blöndal skrifar 26. desember 2014 13:37 Fálkaorðuveiting er hefð frá Danmörku sem kom með fullveldinu 1918. Hún á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. Sigmundur Davíð var þann 13. desember síðastliðinn sæmdur stórkrossinum. Flestir íslenskir forsætisráðherrar hafa verið sæmdir stórkrossi. Þó finnast þeir sem ekki fengu hann, eins og Hermann Jónasson á sjötta áratug síðustu aldar, Benedikt Gröndal, Steingrímur Hermannsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem hafnaði orðunni þegar hún sat í embætti forsætisráðherra. Orðustig Hinnar íslensku fálkaorðu eru fimm talsins. Stórkross eins og sá sem Sigmundur fékk er fjórða hæsta stig en fimmta og æðsta stig er keðja með stórkrossstjörnu sem einungis þjóðhöfðingjar bera. Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur, segir skoðanir skiptar um orðuveitinguna enda falli hún illa að lýðræðishugmyndum manna í dag. „Íslendingar hafa nú ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta svona vafasamur heiður, sérstaklega að fá þessar æðstu orður. Þetta þótti frekar bera vott um konungshollustu, þetta tengdist konungsvaldinu svona til að byrja með. Þetta er tilbúin hefð sem var flutt inn frá Danmörku,“ segir Guðmundur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fékk stórriddarakross fálkaorðunnar afhenta fyrr í mánuðinum. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleið frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir eru á einhvern hátt merkilegri en aðrir. Forsætisráðherra fær stórkross, þjóðhöfðingjar fá ennþá stærri kross með keðjum og svo framvegis. Þetta er kannski ekkert gríðarlega lýðræðislegt og tengist ekki okkar lýðræðishugmyndum í dag og á sér auðvitað rætur í samfélagi sem er löngu horfið sem betur fer.“ Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fékk stórkrossinn Fjölmiðlum ekki tilkynnt um athöfnina. 25. desember 2014 13:24 Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu "Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra. 25. desember 2014 16:50 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Fálkaorðuveiting er hefð frá Danmörku sem kom með fullveldinu 1918. Hún á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. Sigmundur Davíð var þann 13. desember síðastliðinn sæmdur stórkrossinum. Flestir íslenskir forsætisráðherrar hafa verið sæmdir stórkrossi. Þó finnast þeir sem ekki fengu hann, eins og Hermann Jónasson á sjötta áratug síðustu aldar, Benedikt Gröndal, Steingrímur Hermannsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem hafnaði orðunni þegar hún sat í embætti forsætisráðherra. Orðustig Hinnar íslensku fálkaorðu eru fimm talsins. Stórkross eins og sá sem Sigmundur fékk er fjórða hæsta stig en fimmta og æðsta stig er keðja með stórkrossstjörnu sem einungis þjóðhöfðingjar bera. Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur, segir skoðanir skiptar um orðuveitinguna enda falli hún illa að lýðræðishugmyndum manna í dag. „Íslendingar hafa nú ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta svona vafasamur heiður, sérstaklega að fá þessar æðstu orður. Þetta þótti frekar bera vott um konungshollustu, þetta tengdist konungsvaldinu svona til að byrja með. Þetta er tilbúin hefð sem var flutt inn frá Danmörku,“ segir Guðmundur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fékk stórriddarakross fálkaorðunnar afhenta fyrr í mánuðinum. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleið frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir eru á einhvern hátt merkilegri en aðrir. Forsætisráðherra fær stórkross, þjóðhöfðingjar fá ennþá stærri kross með keðjum og svo framvegis. Þetta er kannski ekkert gríðarlega lýðræðislegt og tengist ekki okkar lýðræðishugmyndum í dag og á sér auðvitað rætur í samfélagi sem er löngu horfið sem betur fer.“
Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fékk stórkrossinn Fjölmiðlum ekki tilkynnt um athöfnina. 25. desember 2014 13:24 Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu "Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra. 25. desember 2014 16:50 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu "Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra. 25. desember 2014 16:50