Á myndbandinu sést bílstjórinn Metin Kandemir standa upp úr sæti sínu og dansa svokallaðan „horon“ dans, þekktan þjóðdans við Svartahaf.
Stemmningin í rútunni var í meira lagi góð eins og sést glögglega á myndbandinu en Kandemir sleppir einnig höndum af stýrinu og sveiflar þeim í takt við tónlistina skælbrosandi.
Kandemir viðurkennir mistökin en bendir á að vegurinn hafi verið auður.
„Ég biðst innilegrar afsökunar og mun aldrei gera þetta aftur.“
Kandemir segist hafa starfað sem rútubílstjóri í tíu ár en þetta sé í fyrsta skipti sem hann hegði sér svona undir stýri. Hann hafi þó gerst sekur um umferðarlagabrot í 32 skipti.