Innlent

Seðlabankastjóri klæddist jólapeysu til að berjast gegn einelti

Höskuldur Kári Schram skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri klæddist jólapeysu þegar hann kynnti vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í dag. Með þessu vildi Már styðja baráttu gegn einelti.

Már tók áskorun í tengslum við Jólapeysuna 2014 - fjáröflunarverkefni Barnaheilla gegn einelti og hét því að klæðast jólapeysu í dag  ef hann næði að safna 600 þúsund krónum. Því markmiði náði hann og tuttugu þúsund krónum betur.



Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla á Íslandi, segir að þátttaka seðlabankastjóra hafi haft jákvæða áhrif á átakið og verið góð auglýsing.

„Mér fannst hann ofsalega flottur í peysunni. Þetta er falleg peysa og hann var búinn að velja bindi í stíl og hann leit bara mjög vel út,“ segir Erna.

Már Guðmundsson telur þó ólíklegt að hann muni framvegis klæðast jólapeysu á vaxtaákvörðunardegi.

„Eini vandinn við það er að það verður eiginlega of heitt hér í salnum þegar ég er í henni. Ég þyrfti þá að skrúfa hitann hér inni niður og þá yrði ykkur [blaðamönnum] öllum ansi kalt þannig að ég er ekki viss um það,“ sagði Már. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×