Innlent

Hnífurinn á Hverfisgötu ófundinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mennirnir hafa hvor um sig verið endurtekið yfirheyrðir, annar fjórum sinnum gen hinn fimm sinnum.
Mennirnir hafa hvor um sig verið endurtekið yfirheyrðir, annar fjórum sinnum gen hinn fimm sinnum. Mynd/Þorgeir Ólafsson
Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og einangrun til mánudagsins 15. desember grunaðir um að hafa stungið Sebastian Andrzej Golab á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Hnífurinn sem veitti Sebastian lífshættulega áverka er ófundinn.

Gæsluvarðhald mannanna tveggja, sem grunaðir eru um tilraun til manndráps, rann út í gær og fór lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fram á framlengingu þess um fimm daga. Óttast lögreglan að mennirnir reyni að torvelda rannsókn málsins með því að koma undan munum, hafa áhrif á aðra samseka eða vitni. Í því ljósi bendir lögreglan á að hnífurinn sé ófundinn.

Í greinargerð lögreglu kemur fram að mennirnir hafi ráðist með höggum á Sebastian og annan mann. Í kjölfarið hafi hnífstungan átt sér stað en ekki sé ljóst hver hafi stungið. Fyrrnefndir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi liggi undir grun.

„Ég er orðlaus. Ég er bara venjulegur maður og myndi gefa þessu fólki sem bjargaði lífi mínu bæði allt sem ég á og ekki á,“ sagði Sebastianí viðtali við Fréttablaðið.Vísir/ERnir
Mennirnir hafa hvor um sig verið endurtekið yfirheyrðir, annar fjórum sinnum gen hinn fimm sinnum. Kannast báðir við að hafa lent í átökum. Ítrekað hafi þó komið í ljós að mennirnir hafi ekki greint rétt frá atvikum og ferðum þeirra umrætt kvöld. Mikil vinna hafi farið í það hjá lögreglu að rannsaka sannleiksgildi málsatvika. Þá eigi lögreglan enn eftir að ræða við fleiri vitni.

Eins og frægt er orðið bjargaði Tómas Guðbjartsson skurðlæknir lífi Sebastian með aðgerð sem framkvæmd var á bráðamóttöku með plasthníf. Á meðan Tómas skar hélt annar læknir, Helgi Kjartan Sigurðsson, rifjunum í sundur.

Gæsluvarðhaldsúrskurðina tvo má lesa á vef Hæstaréttar - hér og hér.


Tengdar fréttir

Þakklátur fyrir að hafa lifað af hnífstungu gegnum hjartað

Sebastian var stunginn í gegnum hjartað á Hverfisgötu fyrir rúmri viku. Með ótrúlegum hætti tókst að bjarga lífi hans og bati hans þykir undraverður. Hann lítur á björgunina sem annað tækifæri og ætlar að lifa lífinu með allt öðrum hætti hér eftir.

Arkadiusz Lech kominn í leitirnar

Arkadiusz Lech Ustaszewski sem lögregla lýsti eftir í tengslum við rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hverfisgötu í Reykjavík á sunnudagskvöld er fundinn.

Hnífurinn gekk í hjarta mannsins

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann í gærkvöldi mann, sem hún hafði lýst eftir vegna rannsóknar á lífshættulegu hnífstungumáli, sem kom upp í heimahúsi við Hverfisgötu aðfararnótt sunnudags.

Í lífshættu eftir hnífstungu á Hverfisgötu

Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×