Innlent

Í lífshættu eftir hnífstungu á Hverfisgötu

Frá vettvangi málsins í gærkvöldi.
Frá vettvangi málsins í gærkvöldi. Vísir/Þorgeir Ólafsson
Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka.

Sá var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Lanspítalans þar sem hann gekkst strax undir aðgerð og var svo fluttur á gjörgæsludeild.

Ekki næst samband við lögregluna til að afla nánari upplýsinga um málsatvik, en þegar fréttastofan náði sambandi við lögreglu í gærkvöldi gat hún ekkert tjáð sig þar sem málið var þá á algjöru frumstigi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×