Tókst á ögurstundu að stöðva hjartablæðingu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Frá vettvangi árásarinnar. Maðurinn var stunginn í hjartað á Hverfisgötu. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Mynd/Þorgeir Ólafsson Kraftaverki líkast þykir að maðurinn sem stunginn var í hjartað á Hverfisgötu á sunnudagskvöld hafi lifað árásina af. Skjót handtök lækna urðu til þess að bjarga manninum sem nú er kominn á ágætis bataveg samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Maðurinn er enn á gjörgæslu en kominn til meðvitundar. Þrír menn eru í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. Mennirnir eru allir frá Póllandi en hafa verið búsettir hér á landi í nokkur ár. Fjórir voru handteknir á vettvangi en tveimur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum. Auglýst var eftir fimmta manninum í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Hann fannst á þriðjudag og situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, gerði að sárum mannsins ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni. Sannkallað þrekvirki var unnið og allt gekk upp.Fréttablaðið/PjeturHnífurinn skildi eftir gat í hjartanu sem varð til þess að mikið blæddi úr því. Þegar sjúkrabíll og lögregla komu á vettvang var strax hringt í hjarta- og lungnaskurðlækninn, Tómas Guðbjartsson, sem var á bakvakt á spítalanum þetta kvöld. Þegar sjúkrabíllinn kom á spítala með manninn var Tómas þar ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni skurðlækni til þess að gera að sárum hins særða. Hvorki Tómas né Helgi Kjartan vildu tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að stuttu eftir að maðurinn var fluttur á spítalann hafi hjarta hans stöðvast. Þurfti því að opna brjóstkassann og hnoða hjartað með beinu hnoði sem þýðir að læknirinn hnoðar hjartað í höndunum. Það er gert til þess að koma af stað blóðflæði frá hjarta til heila. Það heppnaðist og í kjölfarið var gert við gatið á hjartanu. Á meðan var læknirinn með fingur í gatinu til þess að koma í veg fyrir að hjartað dældi út meira blóði. Aðgerðin heppnaðist vel, maðurinn var í lífshættu fyrst á eftir en er nú á batavegi. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild staðfesti í gær að hann væri kominn úr öndunarvél og til meðvitundar. Hugsanlega verður hann fluttur yfir á aðra deild í dag. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir bráðamóttökunnar, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál vegna trúnaðar við sjúklinga en staðfestir þó að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna. Allt hafi gengið upp og allir sem komu að málinu hafi staðið sig með sóma. „Við erum stolt af starfseminni og samstarfinu við alla sem komu að málinu,“ segir Hilmar. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Kraftaverki líkast þykir að maðurinn sem stunginn var í hjartað á Hverfisgötu á sunnudagskvöld hafi lifað árásina af. Skjót handtök lækna urðu til þess að bjarga manninum sem nú er kominn á ágætis bataveg samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Maðurinn er enn á gjörgæslu en kominn til meðvitundar. Þrír menn eru í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. Mennirnir eru allir frá Póllandi en hafa verið búsettir hér á landi í nokkur ár. Fjórir voru handteknir á vettvangi en tveimur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum. Auglýst var eftir fimmta manninum í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Hann fannst á þriðjudag og situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, gerði að sárum mannsins ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni. Sannkallað þrekvirki var unnið og allt gekk upp.Fréttablaðið/PjeturHnífurinn skildi eftir gat í hjartanu sem varð til þess að mikið blæddi úr því. Þegar sjúkrabíll og lögregla komu á vettvang var strax hringt í hjarta- og lungnaskurðlækninn, Tómas Guðbjartsson, sem var á bakvakt á spítalanum þetta kvöld. Þegar sjúkrabíllinn kom á spítala með manninn var Tómas þar ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni skurðlækni til þess að gera að sárum hins særða. Hvorki Tómas né Helgi Kjartan vildu tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að stuttu eftir að maðurinn var fluttur á spítalann hafi hjarta hans stöðvast. Þurfti því að opna brjóstkassann og hnoða hjartað með beinu hnoði sem þýðir að læknirinn hnoðar hjartað í höndunum. Það er gert til þess að koma af stað blóðflæði frá hjarta til heila. Það heppnaðist og í kjölfarið var gert við gatið á hjartanu. Á meðan var læknirinn með fingur í gatinu til þess að koma í veg fyrir að hjartað dældi út meira blóði. Aðgerðin heppnaðist vel, maðurinn var í lífshættu fyrst á eftir en er nú á batavegi. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild staðfesti í gær að hann væri kominn úr öndunarvél og til meðvitundar. Hugsanlega verður hann fluttur yfir á aðra deild í dag. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir bráðamóttökunnar, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál vegna trúnaðar við sjúklinga en staðfestir þó að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna. Allt hafi gengið upp og allir sem komu að málinu hafi staðið sig með sóma. „Við erum stolt af starfseminni og samstarfinu við alla sem komu að málinu,“ segir Hilmar.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira