Tókst á ögurstundu að stöðva hjartablæðingu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Frá vettvangi árásarinnar. Maðurinn var stunginn í hjartað á Hverfisgötu. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Mynd/Þorgeir Ólafsson Kraftaverki líkast þykir að maðurinn sem stunginn var í hjartað á Hverfisgötu á sunnudagskvöld hafi lifað árásina af. Skjót handtök lækna urðu til þess að bjarga manninum sem nú er kominn á ágætis bataveg samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Maðurinn er enn á gjörgæslu en kominn til meðvitundar. Þrír menn eru í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. Mennirnir eru allir frá Póllandi en hafa verið búsettir hér á landi í nokkur ár. Fjórir voru handteknir á vettvangi en tveimur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum. Auglýst var eftir fimmta manninum í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Hann fannst á þriðjudag og situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, gerði að sárum mannsins ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni. Sannkallað þrekvirki var unnið og allt gekk upp.Fréttablaðið/PjeturHnífurinn skildi eftir gat í hjartanu sem varð til þess að mikið blæddi úr því. Þegar sjúkrabíll og lögregla komu á vettvang var strax hringt í hjarta- og lungnaskurðlækninn, Tómas Guðbjartsson, sem var á bakvakt á spítalanum þetta kvöld. Þegar sjúkrabíllinn kom á spítala með manninn var Tómas þar ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni skurðlækni til þess að gera að sárum hins særða. Hvorki Tómas né Helgi Kjartan vildu tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að stuttu eftir að maðurinn var fluttur á spítalann hafi hjarta hans stöðvast. Þurfti því að opna brjóstkassann og hnoða hjartað með beinu hnoði sem þýðir að læknirinn hnoðar hjartað í höndunum. Það er gert til þess að koma af stað blóðflæði frá hjarta til heila. Það heppnaðist og í kjölfarið var gert við gatið á hjartanu. Á meðan var læknirinn með fingur í gatinu til þess að koma í veg fyrir að hjartað dældi út meira blóði. Aðgerðin heppnaðist vel, maðurinn var í lífshættu fyrst á eftir en er nú á batavegi. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild staðfesti í gær að hann væri kominn úr öndunarvél og til meðvitundar. Hugsanlega verður hann fluttur yfir á aðra deild í dag. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir bráðamóttökunnar, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál vegna trúnaðar við sjúklinga en staðfestir þó að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna. Allt hafi gengið upp og allir sem komu að málinu hafi staðið sig með sóma. „Við erum stolt af starfseminni og samstarfinu við alla sem komu að málinu,“ segir Hilmar. Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Kraftaverki líkast þykir að maðurinn sem stunginn var í hjartað á Hverfisgötu á sunnudagskvöld hafi lifað árásina af. Skjót handtök lækna urðu til þess að bjarga manninum sem nú er kominn á ágætis bataveg samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Maðurinn er enn á gjörgæslu en kominn til meðvitundar. Þrír menn eru í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. Mennirnir eru allir frá Póllandi en hafa verið búsettir hér á landi í nokkur ár. Fjórir voru handteknir á vettvangi en tveimur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum. Auglýst var eftir fimmta manninum í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Hann fannst á þriðjudag og situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, gerði að sárum mannsins ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni. Sannkallað þrekvirki var unnið og allt gekk upp.Fréttablaðið/PjeturHnífurinn skildi eftir gat í hjartanu sem varð til þess að mikið blæddi úr því. Þegar sjúkrabíll og lögregla komu á vettvang var strax hringt í hjarta- og lungnaskurðlækninn, Tómas Guðbjartsson, sem var á bakvakt á spítalanum þetta kvöld. Þegar sjúkrabíllinn kom á spítala með manninn var Tómas þar ásamt Helga Kjartani Sigurðssyni skurðlækni til þess að gera að sárum hins særða. Hvorki Tómas né Helgi Kjartan vildu tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að stuttu eftir að maðurinn var fluttur á spítalann hafi hjarta hans stöðvast. Þurfti því að opna brjóstkassann og hnoða hjartað með beinu hnoði sem þýðir að læknirinn hnoðar hjartað í höndunum. Það er gert til þess að koma af stað blóðflæði frá hjarta til heila. Það heppnaðist og í kjölfarið var gert við gatið á hjartanu. Á meðan var læknirinn með fingur í gatinu til þess að koma í veg fyrir að hjartað dældi út meira blóði. Aðgerðin heppnaðist vel, maðurinn var í lífshættu fyrst á eftir en er nú á batavegi. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild staðfesti í gær að hann væri kominn úr öndunarvél og til meðvitundar. Hugsanlega verður hann fluttur yfir á aðra deild í dag. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir bráðamóttökunnar, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál vegna trúnaðar við sjúklinga en staðfestir þó að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna. Allt hafi gengið upp og allir sem komu að málinu hafi staðið sig með sóma. „Við erum stolt af starfseminni og samstarfinu við alla sem komu að málinu,“ segir Hilmar.
Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira