Reginn segist hafa staðið við sína samninga við Lindu Pé Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2014 10:22 Helgi segir Reginn hafa staðið við sitt, Linda ekki. Þannig sé nú það. Helgi Gunnarsson, forstjóri hjá Regin, segir fjárhagsleg áhrif vegna lokunnar Baðhússins hverfandi. Tilkynningar þess efnis er að vænta frá fyrirtækinu. „Reginn stóð við alla sína samninga, en Linda ekki.“ Linda Pétursdóttir athafnakona sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem hún tilkynnti um að henni væri nauðugur sá kostur einn að loka Baðhúsi sínu. Það væri henni þung raun enda hefur hún lagt líf og sál í heilsuræktarstöð sína árum saman. En, henni hafi verið nauðugur sá kostur einn, þetta sé sorgarsaga og Reginn fasteignasala hafi ekki staðið við gefin loforð: „Hér var allt hálfklárað og konur sem komu í jógatíma, í lúxus dekurmeðferðir eða einfaldlega til afslöppunar, þurftu að vera hér undir dynjandi hamarshöggum, hávaða í höggborvélum og vinnuvélum, nokkuð sem fær ekki nokkurn mann til að slaka á. Um þverbak keyrði svo þegar vinna hófst við byggingu turnsins við Smáralind sem þýddi gríðarlegar truflanir vegna byggingarframkvæmda og konur hafa hrökklast héðan nánast daglega auk þess sem varla hefur verið hægt fyrir starfsfólk að sinna sínu hlutverki vegna hávaða og áreitis. Við þessar aðstæður er ekki hægt að reka Baðhúsið,“ sagði Linda í tilkynningu í gær. Helgi segist ekki vilja tjá sig mikið um þessar yfirlýsingar Lindu, ekki þannig, þetta sé einfaldlega nokkuð sem gerist þegar fyrirtæki ganga ekki upp. „Við höfum unnið mikið með Baðhúsinu að þessu verkefni. Við reyndum en þetta gekk ekki upp. Þetta er hennar skoðun í því. Það þarf alltaf tvo til í öllu. Alla veganna það. Við höfum staðið við okkar skuldbindingar algjörlega. Það er bara eins og það er, en henni er frjálst að tjá sig eins og hún vill. En, þetta er allt í samningum, þetta eru fyrirtæki sem eru að eiga viðskipti sín á milli. Þar eru samningar og þannig vinnur fólk, á grundvelli samninga. Við stóðum við okkar samninga en hún ekki við sína. Sú er staðan og það er ekki hægt að hafa neitt meiri dramatík í kringum það. Fólk er mismunandi og sem betur fer eru ekki allir eins.“ Tengdar fréttir Baðhúsið lokar: Linda Pé gefst upp á rekstrinum Linda Pétursdóttir athafnakona kveður reksturinn með sorg í hjarta. 10. desember 2014 13:16 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Helgi Gunnarsson, forstjóri hjá Regin, segir fjárhagsleg áhrif vegna lokunnar Baðhússins hverfandi. Tilkynningar þess efnis er að vænta frá fyrirtækinu. „Reginn stóð við alla sína samninga, en Linda ekki.“ Linda Pétursdóttir athafnakona sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem hún tilkynnti um að henni væri nauðugur sá kostur einn að loka Baðhúsi sínu. Það væri henni þung raun enda hefur hún lagt líf og sál í heilsuræktarstöð sína árum saman. En, henni hafi verið nauðugur sá kostur einn, þetta sé sorgarsaga og Reginn fasteignasala hafi ekki staðið við gefin loforð: „Hér var allt hálfklárað og konur sem komu í jógatíma, í lúxus dekurmeðferðir eða einfaldlega til afslöppunar, þurftu að vera hér undir dynjandi hamarshöggum, hávaða í höggborvélum og vinnuvélum, nokkuð sem fær ekki nokkurn mann til að slaka á. Um þverbak keyrði svo þegar vinna hófst við byggingu turnsins við Smáralind sem þýddi gríðarlegar truflanir vegna byggingarframkvæmda og konur hafa hrökklast héðan nánast daglega auk þess sem varla hefur verið hægt fyrir starfsfólk að sinna sínu hlutverki vegna hávaða og áreitis. Við þessar aðstæður er ekki hægt að reka Baðhúsið,“ sagði Linda í tilkynningu í gær. Helgi segist ekki vilja tjá sig mikið um þessar yfirlýsingar Lindu, ekki þannig, þetta sé einfaldlega nokkuð sem gerist þegar fyrirtæki ganga ekki upp. „Við höfum unnið mikið með Baðhúsinu að þessu verkefni. Við reyndum en þetta gekk ekki upp. Þetta er hennar skoðun í því. Það þarf alltaf tvo til í öllu. Alla veganna það. Við höfum staðið við okkar skuldbindingar algjörlega. Það er bara eins og það er, en henni er frjálst að tjá sig eins og hún vill. En, þetta er allt í samningum, þetta eru fyrirtæki sem eru að eiga viðskipti sín á milli. Þar eru samningar og þannig vinnur fólk, á grundvelli samninga. Við stóðum við okkar samninga en hún ekki við sína. Sú er staðan og það er ekki hægt að hafa neitt meiri dramatík í kringum það. Fólk er mismunandi og sem betur fer eru ekki allir eins.“
Tengdar fréttir Baðhúsið lokar: Linda Pé gefst upp á rekstrinum Linda Pétursdóttir athafnakona kveður reksturinn með sorg í hjarta. 10. desember 2014 13:16 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Baðhúsið lokar: Linda Pé gefst upp á rekstrinum Linda Pétursdóttir athafnakona kveður reksturinn með sorg í hjarta. 10. desember 2014 13:16