Segir háværan minnihluta þjóðarinnar vilja úthýsa jólagleðinni og boðskap jólanna úr lífi skólabarna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. desember 2014 11:40 Ásmundur vill að skólastjórnendur standi vörð um kristna trú í samfélaginu. Vísir/Vilhelm „Látum ekki háværa minnihlutahópa taka völdin og úthýsa jólagleðinni og boðskap jólanna úr lífi skólabarna okkar og fjölskyldna,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu á Alþingi í morgun. Þar hvatti hann skólastjórnendur til að standa vörð um kristna trú í samfélaginu. „Hver er hættan fyrir börnin okkar? Hvaða barn hefur borið þess skaða að hlusta á gleði og góðu gildin sem kirkjunnar fólk hefur komið með inn í grunnskóla landsins með því að halda litlu jólin, syngja sálma og segja börnunum frá hinum sanna jólaanda?“ sagði hann í ræðunni.Sjá einnig: Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Ásmundur sagði að kristin trú væri einn af hornsteinum samfélagsins sem frá barnæsku hefði kennt okkur góða siði, umburðarlindi og hjálpsemi. „Hvað er það sem sameinar þjóðina þegar eitthvað bjátar á eða fjölskyldur vilja gleðjast á stærstu stundum lífsins? Það er kirkjan okkar,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að skólastjórnendur víða um land afþökkuðu heimsóknir þeirra sem vildu boða gleði jólanna og tók sem dæmi að Gideon-félagið mætti ekki lengur gefa börnum nýja testamentið, líkt og félagið hefur gert í áratugi. „Okkur hefur verið kennt að hafa sannleikann að leiðarljósi og sú von sem felst í trúnni hefur hjálpað okkur í gegnum erfiðustu stundir lífs okkar,“ sagði hann og spurði: „Hvers vegna er þá hlustað á úrtölufólk, algjöran minnihluta þjóðarinnar, sem vill burtreka kristin gildi úr skólum landsins og koma í veg fyrir að börnin okkar fái að kynnast þeirri fegurð sem kristin trú hefur boðað þessari þjóð í þúsund ár?“ Alþingi Tengdar fréttir Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir athugasemdir við að nemendur í Langholtsskóla fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. 10. desember 2014 23:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
„Látum ekki háværa minnihlutahópa taka völdin og úthýsa jólagleðinni og boðskap jólanna úr lífi skólabarna okkar og fjölskyldna,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu á Alþingi í morgun. Þar hvatti hann skólastjórnendur til að standa vörð um kristna trú í samfélaginu. „Hver er hættan fyrir börnin okkar? Hvaða barn hefur borið þess skaða að hlusta á gleði og góðu gildin sem kirkjunnar fólk hefur komið með inn í grunnskóla landsins með því að halda litlu jólin, syngja sálma og segja börnunum frá hinum sanna jólaanda?“ sagði hann í ræðunni.Sjá einnig: Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Ásmundur sagði að kristin trú væri einn af hornsteinum samfélagsins sem frá barnæsku hefði kennt okkur góða siði, umburðarlindi og hjálpsemi. „Hvað er það sem sameinar þjóðina þegar eitthvað bjátar á eða fjölskyldur vilja gleðjast á stærstu stundum lífsins? Það er kirkjan okkar,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að skólastjórnendur víða um land afþökkuðu heimsóknir þeirra sem vildu boða gleði jólanna og tók sem dæmi að Gideon-félagið mætti ekki lengur gefa börnum nýja testamentið, líkt og félagið hefur gert í áratugi. „Okkur hefur verið kennt að hafa sannleikann að leiðarljósi og sú von sem felst í trúnni hefur hjálpað okkur í gegnum erfiðustu stundir lífs okkar,“ sagði hann og spurði: „Hvers vegna er þá hlustað á úrtölufólk, algjöran minnihluta þjóðarinnar, sem vill burtreka kristin gildi úr skólum landsins og koma í veg fyrir að börnin okkar fái að kynnast þeirri fegurð sem kristin trú hefur boðað þessari þjóð í þúsund ár?“
Alþingi Tengdar fréttir Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir athugasemdir við að nemendur í Langholtsskóla fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. 10. desember 2014 23:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir athugasemdir við að nemendur í Langholtsskóla fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. 10. desember 2014 23:00