Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. desember 2014 23:00 Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrú Vinstri grænna, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundaráðs vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla færu brátt í heimsókn í Langholtskirkju. „Það er algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Skólar eru fræðslu- og menntastofnanir og hafa ekkert með trúboð að gera. Opinberar stofnanir eiga að gæta hvers kyns hlutleysis. Hvað er það sem forsvarsmenn leik- og grunnskóla skilja ekki í þeim efnum?“ segir Líf í færslunni. Líf birtir auglýsingu um heimsóknina en þar kemur fram að presturinn, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, muni flytja hugvekju og þá mun 3. bekkur skólans sýna helgileik. Þá eru foreldrar beðnir um að láta umsjónarkennara vita ef þeir vilji ekki að börn þeirra fari í kirkjuheimsóknina.Telur heimsóknina í samræmi við reglurSérstakar reglur gilda um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Þar segir meðal annars: „Heimsóknir á helgi-og samkomustaði trúar-og lífsskoðunarfélaga á skólatíma grunnskóla skulu eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá. [...] Þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni.“ Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, segir í samtali við mbl.is að hann telji heimsóknina í fullu samræmi við þessar reglur. Hann bendir á að áralöng hefð sé fyrir heimsóknum skólans í kirkju á aðventunni og stendur þeim börnum sem ekki fara í heimsókn í kirkjuna til boða að njóta skemmtilegrar stundar í skólanum sem skipulögð er af kennurum. Fyrr í haust hættu skólastjórnendur Melaskóla við að leyfa Gídeonfélaginu að koma í skólann og dreifa Nýja testamentinu til nemenda þar sem það stangaðist á við reglur borgarinnar um samskipti skóla við trúfélög. Post by Líf Magneudóttir. Tengdar fréttir Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki en ekkert verður af heimsókninni. 3. október 2014 11:49 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrú Vinstri grænna, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundaráðs vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla færu brátt í heimsókn í Langholtskirkju. „Það er algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Skólar eru fræðslu- og menntastofnanir og hafa ekkert með trúboð að gera. Opinberar stofnanir eiga að gæta hvers kyns hlutleysis. Hvað er það sem forsvarsmenn leik- og grunnskóla skilja ekki í þeim efnum?“ segir Líf í færslunni. Líf birtir auglýsingu um heimsóknina en þar kemur fram að presturinn, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, muni flytja hugvekju og þá mun 3. bekkur skólans sýna helgileik. Þá eru foreldrar beðnir um að láta umsjónarkennara vita ef þeir vilji ekki að börn þeirra fari í kirkjuheimsóknina.Telur heimsóknina í samræmi við reglurSérstakar reglur gilda um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Þar segir meðal annars: „Heimsóknir á helgi-og samkomustaði trúar-og lífsskoðunarfélaga á skólatíma grunnskóla skulu eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá. [...] Þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni.“ Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, segir í samtali við mbl.is að hann telji heimsóknina í fullu samræmi við þessar reglur. Hann bendir á að áralöng hefð sé fyrir heimsóknum skólans í kirkju á aðventunni og stendur þeim börnum sem ekki fara í heimsókn í kirkjuna til boða að njóta skemmtilegrar stundar í skólanum sem skipulögð er af kennurum. Fyrr í haust hættu skólastjórnendur Melaskóla við að leyfa Gídeonfélaginu að koma í skólann og dreifa Nýja testamentinu til nemenda þar sem það stangaðist á við reglur borgarinnar um samskipti skóla við trúfélög. Post by Líf Magneudóttir.
Tengdar fréttir Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki en ekkert verður af heimsókninni. 3. október 2014 11:49 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki en ekkert verður af heimsókninni. 3. október 2014 11:49