Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. desember 2014 23:00 Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrú Vinstri grænna, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundaráðs vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla færu brátt í heimsókn í Langholtskirkju. „Það er algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Skólar eru fræðslu- og menntastofnanir og hafa ekkert með trúboð að gera. Opinberar stofnanir eiga að gæta hvers kyns hlutleysis. Hvað er það sem forsvarsmenn leik- og grunnskóla skilja ekki í þeim efnum?“ segir Líf í færslunni. Líf birtir auglýsingu um heimsóknina en þar kemur fram að presturinn, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, muni flytja hugvekju og þá mun 3. bekkur skólans sýna helgileik. Þá eru foreldrar beðnir um að láta umsjónarkennara vita ef þeir vilji ekki að börn þeirra fari í kirkjuheimsóknina.Telur heimsóknina í samræmi við reglurSérstakar reglur gilda um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Þar segir meðal annars: „Heimsóknir á helgi-og samkomustaði trúar-og lífsskoðunarfélaga á skólatíma grunnskóla skulu eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá. [...] Þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni.“ Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, segir í samtali við mbl.is að hann telji heimsóknina í fullu samræmi við þessar reglur. Hann bendir á að áralöng hefð sé fyrir heimsóknum skólans í kirkju á aðventunni og stendur þeim börnum sem ekki fara í heimsókn í kirkjuna til boða að njóta skemmtilegrar stundar í skólanum sem skipulögð er af kennurum. Fyrr í haust hættu skólastjórnendur Melaskóla við að leyfa Gídeonfélaginu að koma í skólann og dreifa Nýja testamentinu til nemenda þar sem það stangaðist á við reglur borgarinnar um samskipti skóla við trúfélög. Post by Líf Magneudóttir. Tengdar fréttir Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki en ekkert verður af heimsókninni. 3. október 2014 11:49 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrú Vinstri grænna, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundaráðs vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla færu brátt í heimsókn í Langholtskirkju. „Það er algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Skólar eru fræðslu- og menntastofnanir og hafa ekkert með trúboð að gera. Opinberar stofnanir eiga að gæta hvers kyns hlutleysis. Hvað er það sem forsvarsmenn leik- og grunnskóla skilja ekki í þeim efnum?“ segir Líf í færslunni. Líf birtir auglýsingu um heimsóknina en þar kemur fram að presturinn, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, muni flytja hugvekju og þá mun 3. bekkur skólans sýna helgileik. Þá eru foreldrar beðnir um að láta umsjónarkennara vita ef þeir vilji ekki að börn þeirra fari í kirkjuheimsóknina.Telur heimsóknina í samræmi við reglurSérstakar reglur gilda um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Þar segir meðal annars: „Heimsóknir á helgi-og samkomustaði trúar-og lífsskoðunarfélaga á skólatíma grunnskóla skulu eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá. [...] Þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni.“ Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, segir í samtali við mbl.is að hann telji heimsóknina í fullu samræmi við þessar reglur. Hann bendir á að áralöng hefð sé fyrir heimsóknum skólans í kirkju á aðventunni og stendur þeim börnum sem ekki fara í heimsókn í kirkjuna til boða að njóta skemmtilegrar stundar í skólanum sem skipulögð er af kennurum. Fyrr í haust hættu skólastjórnendur Melaskóla við að leyfa Gídeonfélaginu að koma í skólann og dreifa Nýja testamentinu til nemenda þar sem það stangaðist á við reglur borgarinnar um samskipti skóla við trúfélög. Post by Líf Magneudóttir.
Tengdar fréttir Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki en ekkert verður af heimsókninni. 3. október 2014 11:49 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki en ekkert verður af heimsókninni. 3. október 2014 11:49