Utanvegaakstur bresks blaðamanns hér á landi kærður til lögreglu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. desember 2014 13:08 Hér má sjá skjáskot úr myndbandinu. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar. Vísir sagði frá því að lögfræðingar stofnunarinnar væru að skoða myndband sem sýndi blaðamann Sunday Times keyra utan vega hér á landi þegar hann reynsluók nýjum Land Rover Discovery. Afrit af myndbandinu verður nú sent til lögreglunnar og þess óskað að hún rannsaki það. Umhverfisstofnun getur eingöngu kært svona hluti til lögreglu, en stofnunin rannsakar málið ekki. „Eins og þetta blasir við okkur er þetta alveg skýrt. Við teljum að þarna sé verið að brjóta lög, að þetta sé klárlega utanvegaakstur.“Hér má sjá hluta jeppanna sem eru hér á landi í tengslum við kynninguna.Fulltrúar Sunday Times hafa nú fjarlægt myndbandið af netinu, en það hefur vakið mikla athygli. Þar sást blaðamaður miðilsins keyra utan vegar, bæði upp grasbrekku og í sandfjörunni við Kleifarvatn. Þar festir hann bílinn og þarf aðstoð við að losna. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem myndband af erlendum gestum að keyra utan vega ratar á veraldarvefinn. Í október voru nokkrir bandarískir velhjólakappar kærðir til lögreglu fyrir utanvegaakstur. Vísir sagði frá því fyrr í mánuðinum að hér á landi væri mikill fjöldi af nýrri jeppategund, Land Rover Discovery Sport. Þessi nýja tegund verður kynnt fyrir erlendum bílablaðamönnum næstu sex vikurnar. Von er á miklum fjölda erlendra bílablaðamanna í tengslum við kynninguna. Búist er við yfir þúsund blaðamönnum sem munu koma hingað og prófa Land Rover Discovery Sport jeppann, auk þess sem þeir geta reynsluekið jeppum á borð við Range Rover Evoque og fleiri sambærilegra bíla. Land Rover Discovery Sport er einskonar arftaki Land Rover Freelander jeppans, en er ekki enn kominn í sölu. Blaðamennirnir munu gista á þremur hótelum í borginni. Tengdar fréttir Íslenskt óveður lék Land Rover leiðangur grátt Urðu að skilja einn prufubílanna eftir í biluðu óveðri og stórtæka vinnuvél þurfti til að ná hinum til byggða. 9. desember 2014 10:50 Lögfræðingar Umhverfisstofnunar komnir með utanvegaakstur til skoðunar Myndband sem sýnir blaðamann Sunday Times utan vega vekur athygli. 11. desember 2014 12:13 Bandarísku vélhjólakapparnir kærðir til lögreglu Fulltrúar Umhverfisstofnunar eru með í vinnslu kæru til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi af bandarískum mótorhjólaköppum á hálendi Íslands. 22. október 2014 15:46 Bandaríkjamenn fóru á mótorhjólum um hálendi Íslands Einn kappinn segir frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. 22. október 2014 13:50 Jeppar að verðmæti eins og hálfs milljarðs króna hér á landi Stór alþjóðleg kynning fyrir bílablaðamenn fer fram hér á landi næstu sex vikurnar. Búist er við yfir þúsund erlendum blaðamönnum. 3. desember 2014 15:26 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar. Vísir sagði frá því að lögfræðingar stofnunarinnar væru að skoða myndband sem sýndi blaðamann Sunday Times keyra utan vega hér á landi þegar hann reynsluók nýjum Land Rover Discovery. Afrit af myndbandinu verður nú sent til lögreglunnar og þess óskað að hún rannsaki það. Umhverfisstofnun getur eingöngu kært svona hluti til lögreglu, en stofnunin rannsakar málið ekki. „Eins og þetta blasir við okkur er þetta alveg skýrt. Við teljum að þarna sé verið að brjóta lög, að þetta sé klárlega utanvegaakstur.“Hér má sjá hluta jeppanna sem eru hér á landi í tengslum við kynninguna.Fulltrúar Sunday Times hafa nú fjarlægt myndbandið af netinu, en það hefur vakið mikla athygli. Þar sást blaðamaður miðilsins keyra utan vegar, bæði upp grasbrekku og í sandfjörunni við Kleifarvatn. Þar festir hann bílinn og þarf aðstoð við að losna. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem myndband af erlendum gestum að keyra utan vega ratar á veraldarvefinn. Í október voru nokkrir bandarískir velhjólakappar kærðir til lögreglu fyrir utanvegaakstur. Vísir sagði frá því fyrr í mánuðinum að hér á landi væri mikill fjöldi af nýrri jeppategund, Land Rover Discovery Sport. Þessi nýja tegund verður kynnt fyrir erlendum bílablaðamönnum næstu sex vikurnar. Von er á miklum fjölda erlendra bílablaðamanna í tengslum við kynninguna. Búist er við yfir þúsund blaðamönnum sem munu koma hingað og prófa Land Rover Discovery Sport jeppann, auk þess sem þeir geta reynsluekið jeppum á borð við Range Rover Evoque og fleiri sambærilegra bíla. Land Rover Discovery Sport er einskonar arftaki Land Rover Freelander jeppans, en er ekki enn kominn í sölu. Blaðamennirnir munu gista á þremur hótelum í borginni.
Tengdar fréttir Íslenskt óveður lék Land Rover leiðangur grátt Urðu að skilja einn prufubílanna eftir í biluðu óveðri og stórtæka vinnuvél þurfti til að ná hinum til byggða. 9. desember 2014 10:50 Lögfræðingar Umhverfisstofnunar komnir með utanvegaakstur til skoðunar Myndband sem sýnir blaðamann Sunday Times utan vega vekur athygli. 11. desember 2014 12:13 Bandarísku vélhjólakapparnir kærðir til lögreglu Fulltrúar Umhverfisstofnunar eru með í vinnslu kæru til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi af bandarískum mótorhjólaköppum á hálendi Íslands. 22. október 2014 15:46 Bandaríkjamenn fóru á mótorhjólum um hálendi Íslands Einn kappinn segir frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. 22. október 2014 13:50 Jeppar að verðmæti eins og hálfs milljarðs króna hér á landi Stór alþjóðleg kynning fyrir bílablaðamenn fer fram hér á landi næstu sex vikurnar. Búist er við yfir þúsund erlendum blaðamönnum. 3. desember 2014 15:26 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Íslenskt óveður lék Land Rover leiðangur grátt Urðu að skilja einn prufubílanna eftir í biluðu óveðri og stórtæka vinnuvél þurfti til að ná hinum til byggða. 9. desember 2014 10:50
Lögfræðingar Umhverfisstofnunar komnir með utanvegaakstur til skoðunar Myndband sem sýnir blaðamann Sunday Times utan vega vekur athygli. 11. desember 2014 12:13
Bandarísku vélhjólakapparnir kærðir til lögreglu Fulltrúar Umhverfisstofnunar eru með í vinnslu kæru til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi af bandarískum mótorhjólaköppum á hálendi Íslands. 22. október 2014 15:46
Bandaríkjamenn fóru á mótorhjólum um hálendi Íslands Einn kappinn segir frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. 22. október 2014 13:50
Jeppar að verðmæti eins og hálfs milljarðs króna hér á landi Stór alþjóðleg kynning fyrir bílablaðamenn fer fram hér á landi næstu sex vikurnar. Búist er við yfir þúsund erlendum blaðamönnum. 3. desember 2014 15:26