Innlent

Bandarísku vélhjólakapparnir kærðir til lögreglu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Kapparnir verða kærðir.
Kapparnir verða kærðir.
Fulltrúar Umhverfisstofnunar eru með í vinnslu kæru til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi af bandarískum mótorhjólaköppum á hálendi Íslands. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.

Vísir greindi frá málinu fyrr í dag og í fyrstu frétt um málið kom fram að myndbandið hafi verið sent inn til Umhverfisstofnunar. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur á sviði náttúru innan stofnunarinnar, staðfesti að myndbandið hafi verið sent þangað. „Raunar var það svo að myndbandið barst okkur úr fleiri en einni átt. Þjóðin er ákaflega dugleg að benda okkur á svona mál. Það ákaflega mikils virði fyrir okkur og sterkt vopn í baráttunni gegn ólöglegum akstri utan vega,“ útskýrir hún.

Ingibjörg segir að nú sé verið að skrifa lögreglunni bréf vegna myndbandsins, þar sem tiltekin eru meint lögbrot, og það svo sent til lögreglunnar

En er svona málum að fjölga; þar sem ekið er utanvegar?

„Bætt myndbandstækni og aukin umferð um netheima hefur það í för með sér að svona brot eru sannarlega að verða sýnilegri. En hvort að þetta er að aukast er erfitt að fullyrða um. Það er ekki hægt að slá neinu á föstu um það.“Ingibjörg bætir því við að fleiri ferðamenn komi til landsins, sem þýði einnig fjölgun ferðamanna í óbyggðum.

Hún segir að erfitt geti reynst að taka á svona málum. „Já lagaákvæðin eru ekkert alltof sterk til að takast á við þetta.“ Eftir að Umhverfisstofnun sendir málið frá sér fer það á borð lögreglu þar sem það verður rannsakað. Hámarksrefsing við utanvegaakstri er fjögurra ára fangelsi.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.