Innlent

Fræðslustjóri biður foreldra afsökunar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Börn komu að lokuðum dyrum í morgun.
Börn komu að lokuðum dyrum í morgun. Vísir/Auðunn
Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrar, hefur sent foreldrum grunnskólabarna bréf þar sem hún biðst afsökunar á misræmi í upplýsingagjöf um skólahald í morgun. Skólum var lokað í dag vegna færðar en margir foreldrar mættu engu að síður með börnin í skólann af því þeim hafði ekki borist nein tilkynning. Í bréfinu segist hún hafa horft út yfir bæinn heiman frá sér og fundist ágætt veður.

„Hér munu vera til viðmiðunarreglur um svona stöðu sem ég hafði ekki kynnt mér. Einhverjir skólastjórar höfðu haft samband beint við lögreglu í morgun og tekið ákvarðanir um frestun skólahalds í framhaldi af því,“ segir hún í bréfinu sem sent var til foreldra grunnskólabarna.

Soffía, sem segist vera borin og barnfæddur Bolvíkingur og von óveðrum, býr á Halllandsnesi á móti Akureyri. „Þaðan að sjá í morgun var bara ágætis veður, tiltölulega bjart og skyggni gott yfir bæinn,“ segir hún bætir við að hún hafi farið tímanlega út að moka og losa bílinn sinn.

„Ég var svo mætt til vinnu korter fyrir átta en heyrði í áttafréttum í útvarpi að skólahaldi hefði verið aflýst á Akureyri m.a. vegna slæmrar færðar á götum bæjarins. Hér skiptir færð miklu máli,“ segir Soffía sem bætir við að auðvitað mikilvægt að skilaboð af þessu tagi séu samræmd. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×