Erlent

Björguðu 92 ára manni úr sökkvandi bíl - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Þrír menn sem urðu vitni að því þegar 92 ára gamall maður ók bíl sínum út í vatn tókst að bjarga honum úr bílnum. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og var sagður í alvarlegu ástandi. Ekki er vitað hvað olli því að hann ók út í vatnið.

„Ég var bara gangandi og sé bílnum ekið yfir gangstéttina og beint út í vatnið,“ hefur AP fréttaveitan eftir Nikolas Guevara. Hann er einn þeirra sem komu manninum til bjargar. Annar maður segir að vatnið sé allt að þriggja metra djúpt.

Mönnunum tókst ekki að opna hurðar bílsins, en annar vegfarandi kastaði hamri til þeirra. Með honum tókst þeim að brjóta rúðu bílsins og draga manninn út. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

Ökumaður bílsins heitir Salvatore Mancuso og var hann nærri því drukknaður, en mennirnir framkvæmdu endurlífgunartilraunir á Mancuso þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×