Innlent

Gönguskíðafólk þarf að borga í Bláfjöllum og Skálafelli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brekkurnar í Bláfjöllum.
Brekkurnar í Bláfjöllum. Vísir/Daníel
Vetrarkort fyrir gönguskíðafólk í Bláfjöllum og Skálafelli mun kosta 12 þúsund krónur. Dagskort kostar 600 krónur. Þetta er ákvörðun stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sem sendir frá sér tilkynningu af því tilefni.

Þar kemur fram að með gjaldtökunni eigi að mæta þeim kostnaði sem falli til við þjónustu við gönguskíðamenn og jafnframt til að eiga möguleika á að bæta enn frekar við aðstöðuna t.d. með aukinni lýsingu göngubrauta og snjógirðingum svo eitthvað sé nefnt.

Vetrarkort í skíðalyftur gildir jafnframt sem vetrarkort á göngusvæði. Frítt verður fyrir 67 ára og eldri og 16 ára og yngri. Þá er hægt að fá vetrarkortið á gönguskíði á 10 þúsund krónur í desember.

Fram til þessa hefur engin gjaldtaka verið fyrir gönguskíðafólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×