Erlent

Ætlaði að biðja kærustunnar sinnar en eyðilagði hús

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kraninn valt og fór í gegnum þak nágrannans.
Kraninn valt og fór í gegnum þak nágrannans. Mynd/Skjáskot
Íbúi í bænum Ijsselstein í Hollandi ætlaði að koma kærustunni sinni á óvart og biðja hana um að giftast sér.

Maðurinn ætlaði að síga niður úr krana og birtast fyrir framan svefnherbergisglugga kærustunnar, syngja fyrir hana lag og biðja hennar svo.

Bónorðið tók þá óvænta stefnu þegar kraninn valt og fór í gegnum þak nágrannans. Þegar reynt var að rétta kranann við skemmdust svo tvö hús til viðbótar.

Rýma þurfti nærliggjandi hús í kjölfar óhappsins en engan sakaði sem betur fer.

Kærasta mannsins sagði svo já við bónorðinu og eru þau víst í París að njóta lífsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×