„Tollurinn er bara að segja okkur að falsa reikning“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2014 09:00 Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, á í reglulegum samskiptum við tollinn sem að hans sögn eru oft frekar fyndin. Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að honum hefði ekki tekist að leysa málverk úr tollinum sem hann hefði fengið að gjöf frá vini sínum. Það vantaði nefnilega reikninginn fyrir gjöfinni. „Ég fæ málverkið um leið og ég er búinn að senda einhvers konar reikning sem er ekki til,“ segir Ólafur léttur í bragði og virðist ekki mikið kippa sér upp við að málverkið sé í gíslingu tollsins; hann hafi nokkuð oft lent í þessu. „Ég var nú aðallega bara að benda á það að svona abstrakt hlutir eins og listaverk passa ekkert voðalega vel inn í Excel-skjöl og maður á að gefa upp verð hjá tollinum. Hvernig metur maður gjöf sem er listaverk og hefur aldrei verið selt, er bara málning á striga?“ Ólafur útskýrir að tollurinn leysi ekki út svona hluti nema að að sjá hvað þeir kosta. Það sé meðal annars vegna þess að gjöf sem send er til Íslands má ekki kosta meira en 13.500 krónur. Aðspurður hvort hann sé kominn með reikninginn fyrir málverkinu segir hann svo ekki vera: „Ég næ ekki vin minn, hann er í fríi, og ég er bara að bíða eftir að hann skrifi eitthvað bréf þar sem kemur fram að þetta sé svo sannarlega gjöf. Það er auðvitað á vissan hátt ekkert óeðlilegt, það er bara svolítið fyndið að vera að verðleggja málverk sem aldrei hefur verið selt. Tollurinn er bara að segja okkur að falsa reikning sem er einfaldlega eina leiðin til að losa málverkið úr tollinum.“ Ólafur segist eiga í samskiptum við tollverði nokkuð reglulega, meðal annars þegar hann fái safndiska að gjöf með hans eigin tónlist, en þá fær hann jafnan beiðni um að senda reikning til tollsins fyrir diskunum. „Þessi samskipti við tollinn eru reyndar bara oft ansi fyndin. Einu sinni var ég til dæmis hálftíma í símanum við eina konu að útskýra fyrir henni hvernig formagnarar virka. Hún vissi nefnilega ekki í hvaða tollflokk hún ætti að setja þetta og var að spyrja mig hvernig snúra færi í þetta og svona,“ segir hann. Sagan af málverkinu sem hann er ekki enn kominn með í hendurnar sé því bara enn ein fyndin saga af samskiptum hans við tollinn. Post by Óli Arnalds. Tengdar fréttir Íslendingar búsettir erlendis mega ekki koma með tollfrjálsan varning Allt aðrar reglur gilda um þá en Íslendinga sem fara sem ferðamenn til útlanda. 3. desember 2014 12:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að honum hefði ekki tekist að leysa málverk úr tollinum sem hann hefði fengið að gjöf frá vini sínum. Það vantaði nefnilega reikninginn fyrir gjöfinni. „Ég fæ málverkið um leið og ég er búinn að senda einhvers konar reikning sem er ekki til,“ segir Ólafur léttur í bragði og virðist ekki mikið kippa sér upp við að málverkið sé í gíslingu tollsins; hann hafi nokkuð oft lent í þessu. „Ég var nú aðallega bara að benda á það að svona abstrakt hlutir eins og listaverk passa ekkert voðalega vel inn í Excel-skjöl og maður á að gefa upp verð hjá tollinum. Hvernig metur maður gjöf sem er listaverk og hefur aldrei verið selt, er bara málning á striga?“ Ólafur útskýrir að tollurinn leysi ekki út svona hluti nema að að sjá hvað þeir kosta. Það sé meðal annars vegna þess að gjöf sem send er til Íslands má ekki kosta meira en 13.500 krónur. Aðspurður hvort hann sé kominn með reikninginn fyrir málverkinu segir hann svo ekki vera: „Ég næ ekki vin minn, hann er í fríi, og ég er bara að bíða eftir að hann skrifi eitthvað bréf þar sem kemur fram að þetta sé svo sannarlega gjöf. Það er auðvitað á vissan hátt ekkert óeðlilegt, það er bara svolítið fyndið að vera að verðleggja málverk sem aldrei hefur verið selt. Tollurinn er bara að segja okkur að falsa reikning sem er einfaldlega eina leiðin til að losa málverkið úr tollinum.“ Ólafur segist eiga í samskiptum við tollverði nokkuð reglulega, meðal annars þegar hann fái safndiska að gjöf með hans eigin tónlist, en þá fær hann jafnan beiðni um að senda reikning til tollsins fyrir diskunum. „Þessi samskipti við tollinn eru reyndar bara oft ansi fyndin. Einu sinni var ég til dæmis hálftíma í símanum við eina konu að útskýra fyrir henni hvernig formagnarar virka. Hún vissi nefnilega ekki í hvaða tollflokk hún ætti að setja þetta og var að spyrja mig hvernig snúra færi í þetta og svona,“ segir hann. Sagan af málverkinu sem hann er ekki enn kominn með í hendurnar sé því bara enn ein fyndin saga af samskiptum hans við tollinn. Post by Óli Arnalds.
Tengdar fréttir Íslendingar búsettir erlendis mega ekki koma með tollfrjálsan varning Allt aðrar reglur gilda um þá en Íslendinga sem fara sem ferðamenn til útlanda. 3. desember 2014 12:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Íslendingar búsettir erlendis mega ekki koma með tollfrjálsan varning Allt aðrar reglur gilda um þá en Íslendinga sem fara sem ferðamenn til útlanda. 3. desember 2014 12:11