Enski boltinn

Man. Utd á eftir belgískum bræðrum

Van Gaal er ánægður með guttana sem hann er að fá til félagsins.
Van Gaal er ánægður með guttana sem hann er að fá til félagsins. vísir/getty
Man. Utd horfir ætíð til framtíðar og nú eru efnilegir belgískir bræður undir smásjá félagsins.

Þeir heita Indy og Seppe Boonen. Indy er 15 ára gamall og er að æfa með unglingaliði félagsins í dag. Hann er vinstri bakvörður.

Seppe er aftur á móti 13 ára gamall markvörður. Báðir vonast þeir eftir því að semja við Man. Utd er þeir verða 16 ára gamlir.

United er þegar búið að næla í annað ungstirni. Sá heitir Venancio da Silva Monteiro. Hann er 15 ára gamall og kemur frá Benfica. Man. City vildi einnig fá hann en varð að horfa á eftir honum yfir til ekifjendanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×