Húsnæði Caruso friðað síðan 2012 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2014 10:27 Húsið er kyrfilega merkt með ártalinu 1892 en þá var það byggt af Jóni Þórðarsyni, kaupmanni. Vísir/GVA Hús veitingastaðarins Caruso að Þingholtsstræti 1 er yfir 100 ára gamalt og var ytra byrði hússins og viðbygging þess friðað árið 2012. Ákveðnar skyldur liggja á herðum eigenda friðaðra húsa varðandi viðhald og viðgerðir. Samkvæmt heimildum Vísis hefur eigandi húsnæðisins ekki sinnt viðhaldi sem skyldi og verið tregur til að reiða af hendi greiðslur vegna viðgerða á húsinu. Húsið, sem er byggt úr steini, var reist árið 1892. Viðbyggingin, sem er tvílyft timburhús, var svo reist árið 1907. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Minjastofnunar um hús Caruso byggði Jón Þórðarson kaupmaður það en fyrir á lóðinni var gamalt timburhús sem hann lét rífa. Árið 1897 stækkaði Jón húsið og fékk það þá þá stærð sem það er í dag. Verslun var á jarðhæð hússins, á næstu hæð voru eldhús og fjögur íbúðarherbergi og á efsta lofti fimm herbergi. Undir öllu húsinu var svo kjallari. Í timburhúsinu sem Jón byggði svo 1907 voru þrjú íbúðarherbergi, eldhús og gangur. Jón var mikill brautryðjandi í verslunarrekstri og var Verzlun Jóns Þórðarsonar rekin í húsinu fram á 7. áratug síðustu aldar. Caruso hefur svo verið til húsa í Þingholtsstræti 1 síðustu 15 árin. Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00 Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39 Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hús veitingastaðarins Caruso að Þingholtsstræti 1 er yfir 100 ára gamalt og var ytra byrði hússins og viðbygging þess friðað árið 2012. Ákveðnar skyldur liggja á herðum eigenda friðaðra húsa varðandi viðhald og viðgerðir. Samkvæmt heimildum Vísis hefur eigandi húsnæðisins ekki sinnt viðhaldi sem skyldi og verið tregur til að reiða af hendi greiðslur vegna viðgerða á húsinu. Húsið, sem er byggt úr steini, var reist árið 1892. Viðbyggingin, sem er tvílyft timburhús, var svo reist árið 1907. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Minjastofnunar um hús Caruso byggði Jón Þórðarson kaupmaður það en fyrir á lóðinni var gamalt timburhús sem hann lét rífa. Árið 1897 stækkaði Jón húsið og fékk það þá þá stærð sem það er í dag. Verslun var á jarðhæð hússins, á næstu hæð voru eldhús og fjögur íbúðarherbergi og á efsta lofti fimm herbergi. Undir öllu húsinu var svo kjallari. Í timburhúsinu sem Jón byggði svo 1907 voru þrjú íbúðarherbergi, eldhús og gangur. Jón var mikill brautryðjandi í verslunarrekstri og var Verzlun Jóns Þórðarsonar rekin í húsinu fram á 7. áratug síðustu aldar. Caruso hefur svo verið til húsa í Þingholtsstræti 1 síðustu 15 árin.
Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00 Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39 Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00
Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00
Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39
Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00