Enski boltinn

Louis van Gaal ekki í miklu jólaskapi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis van Gaal.
Louis van Gaal. Vísir/Getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er óánægður með leikjaálagið í kringum jól og áramót en Hollendingurinn stýrir nú liði í fyrsta sinn í Englandi þar sem hefð er fyrir því að spila mjög þétt yfir hátíðirnar.

Louis van Gaal verður ekki í miklu jólaskapi í ár því hann segist ekkert ná því að hitta fjölskyldu sína vegna þess að United-liðið spila fjóra leiki á mögulega aðeins níu í kringum jólin í ár.

„Ég er ekki ánægður með þetta en ég get ekki breytt þessu. Ég tel að það sé ekki gott fyrir leikmennina að þurfa að spila leiki með aðeins tveggja daga millibili," sagði Louis van Gaal og bætti við:

„Þannig verður þetta hjá okkur í desember. Við eigum líka fjölskyldur. Ég á konu, börn og barnabörn. Ég fæ ekki að sjá þau yfir jólin," sagði Van Gaal.

Manchester United spilar heima gegn Newcastle á annan í jólum, mætir Tottenham á útivelli 28. desember og spilar síðan við Stoke úti á nýársdag. United-liðið spilar síðan mögulega leik í enska bikarnum aðeins tveimur dögum síðar en það er ekki staðfest.

Manchester United vann sinn þriðja deildarleik í röð um helgina og er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×