Enski boltinn

Rodgers: Gerrard með tilboð frá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Visir/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur staðfest að fyrirliðinn Steven Gerrard hafi fengið nýtt samningstilboð frá félaginu.

Gerrard hefur ásamt liðinu ekki náð sér á strik á tímabilinu og hann kom við sögu sem varamaður er Liverpool hafði betur gegn Stoke á laugardag, 1-0. Þá voru liðin sextán ár frá því að Gerrard spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið.

„Hann hefur fengið nýtt samningstilboð en ætti að fá tíma til að íhuga það. Þetta snýst ekki um peninga,“ sagði Rodgers en samkvæmt heimildum sumra enskra fjölmiðla felur tilboðið í sér eins árs skuldbindingu og launalækkun.

Þetta sagði hann á blaðamannafundi í dag en Rodgers sagði að hann nyti þess að starfa með Gerrard. „Ég vona að það samstarf haldi áfram. Hann hefur verið hér í sextán ár og á skilið að honum sé sýnd virðing.“

„En ég veit að þetta snýst ekki um peninga. Ég hef rætt ítarlega við hann og veit að það mun ekki skipta máli. Ég held að hann eigi skilið að fá tækifæri til að íhuga sína stöðu til loka tímabilins.“

Gerrard er 34 ára gamall og hefur verioð orðaður við félög í bandarísku MLS-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×