Enski boltinn

Johnson ætlar ekki að grátbiðja um nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Johnson fékk höfuðhögg þegar hann skoraði gegn Stoke um helgina.
Johnson fékk höfuðhögg þegar hann skoraði gegn Stoke um helgina. Vísir/Getty
Glen Johnson, varnarmaður Liverpool, verður samningslaus í sumar og segist ekki ætla að grátbiðja forráðamenn félagsins um nýjan samning.

„Ég vil spila fyrir félag sem vill hafa mig,“ sagði Johnson við enska fjömiðla. Hann skoraði sigumarkið í 1-0 sigri Liverpool á Stoke á laugardag.

„Félagið veit hvar mig er að finna og hvernig staðan er. Einhverjar viðræður áttu sér stað í lok síðasta tímabilsins en ekkert fast í hendi.“

Johnson er þrítugur og gekk í raðir Liverpool árið 2009. Hann hefur síðan þá komið við sögu í meira en 180 leikjum fyrir félagið.

„Ég hef átt góðar stundir hér og nokkrar slæmar líka. En ég verð ekki áfram án samnings. Ég mun þó ekki hafa áhyggjur af málum sem ég stjórna ekki. Það eina sem ég get gert er að reyna að standa mig eins vel og ég get um hverja helgi.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×