Erlent

Maóistar drápu þrettán hermenn

Atli Ísleifsson skrifar
Maóistar hafa reglulega gert árásir á Indlandi. Myndin er tekin eftir árás á herlið í Chhattisgarh á síðasta ári.
Maóistar hafa reglulega gert árásir á Indlandi. Myndin er tekin eftir árás á herlið í Chhattisgarh á síðasta ári. Vísir/AFP
Uppreisnarmenn maóista drápu þrettán hermenn úr varaliði og særðu fjórtán til viðbótar í árás úr launsátri í borginni Chhattisgarh í Indlandi í morgun.  Tveir háttsettir hermenn voru á meðal hinna látnu.

Uppreisnarmenn maóista hafa verið virkir á árásum sínum víðs vegar um Indland síðustu misserin og hafa hafa eflst mikið að undanförnu á fátækari svæðum þar sem þorpsbúar hafa átt í útistöðum við námufyrirtæki.

Í frétt Hindustan Times segir að maóistar vilji kollvarpa indverska ríkinu og saki ríkið um að hafa tekið land frá fátækum bændum og koma í hendur námufyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×