Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. desember 2014 15:01 Ólöf Nordal vill hafa flugvöllinn á sama stað. Ólafur F. Magnússon er sáttur með það. Ólöf Nordal lýsti því yfir í pontu Alþingis að hún vildi að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni. „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf í mars 2011, þegar rætt var um framtíð Reykjavíkurflugvallar á þingi. Hún bætti við:„Ef hægt væri að ná samkomulagi við Reykjavíkurborg um að bæta aðstöðuna á Reykjavíkurflugvelli — ég hygg að við sem höfum notað flugvöllinn, og það býst ég við að allir hér inni geri, gerum okkur grein fyrir að aðstaðan þar er ekki viðunandi og hana þarf að bæta — ef hægt væri að ná niðurstöðu á þeim nótum sem hæstvirtur innanríkisráðherra nefndi áðan í góðu samkomulagi við borgaryfirvöld hygg ég að það sé mjög mikilvægt skref í þá átt að ná sátt um innanlandsflugið og Reykjavíkurflugvöll þar sem hann og menn geri sér þá í leiðinni grein fyrir mikilvægi hans fyrir landið allt.“Samgöngumál eru á könnu innanríkisráðherra. Forveri Ólafar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, var ekki eins afdráttarlaus í sinni afstöðu til staðsetningu flugvallar í Reykjavík. En hvar flugvöllurinn á að vera hefur lengi verið þrætumál á meðal þings og þjóðar. Hanna Birna sagði í ræðu á þingi fyrir rúmu ári síðan að staðsetningu flugvallarins ætti að finna í sátt við borgaryfirvöld:„Ég minni hins vegar aðeins á það, af því að aftur slær hjartað eilítið í borgarfulltrúanum fyrrverandi, að borgarstjórn Reykjavíkur er líkt og Alþingi Íslendinga lýðræðislega kjörin af fólkinu í Reykjavík sem ég held að hafi alveg vitað hvað var verið að kjósa og hverja var verið að kjósa. Það fólk fer með hið lýðræðislega umboð,“ sagði hún og hélt áfram:„Ég hef heldur aldrei heyrt borgarfulltrúana í Reykjavík tala þannig, en hér tala menn dálítið eins og borgarfulltrúar vilji völlinn endilega út úr Reykjavík. Það hefur ekkert verið afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur heldur hefur það verið afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur að ekki sé óeðlilegt að sveitarfélagið sé reiðubúið að skoða aðra staðsetningu í Reykjavík en bara þessa einu. Reykjavíkurborg hefur aldrei talað hátt og skýrt fyrir því að innanlandsflugvöllur skuli vera annars staðar.“Þeir sem eru fylgjandi því að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni fagna því væntanlega nýjum ráðherra. Einn yfirlýstur stuðningsmaður núverandi staðsetningu flugvallarins, Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, skrifaði athugasemd í bundnu máli við frétt Vísis um um Ólöf hefði verið skipuð innanríkisráðherra: „ÓLAFARKVIÐA NORDAL Kröftug hún kemur til baka kasta þarf hýenum burt. Mjög þarf á málefnum taka meðan flugvöllur enn er kjurrt.“ Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26 Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12 Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4. desember 2014 13:25 Nýr innanríkisráðherra í viðtali í beinni útsendingu Rætt verður við Ólöfu Nordal, nýjan innanríkisráðherra, í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 kl.18.55. Þátturinn verður í opinni dagskrá. 4. desember 2014 14:37 „Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart. 4. desember 2014 13:22 Ólöf Nordal is new Interior Minister "I'm very grateful", says Ólöf. 4. desember 2014 13:45 Hefði aldrei tekið starfið að sér ef hún treysti sér ekki í það Ólöf Nordal segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað hana um að taka að sér embætti innanríkisráðherra. 4. desember 2014 14:22 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Ólöf Nordal lýsti því yfir í pontu Alþingis að hún vildi að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni. „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf í mars 2011, þegar rætt var um framtíð Reykjavíkurflugvallar á þingi. Hún bætti við:„Ef hægt væri að ná samkomulagi við Reykjavíkurborg um að bæta aðstöðuna á Reykjavíkurflugvelli — ég hygg að við sem höfum notað flugvöllinn, og það býst ég við að allir hér inni geri, gerum okkur grein fyrir að aðstaðan þar er ekki viðunandi og hana þarf að bæta — ef hægt væri að ná niðurstöðu á þeim nótum sem hæstvirtur innanríkisráðherra nefndi áðan í góðu samkomulagi við borgaryfirvöld hygg ég að það sé mjög mikilvægt skref í þá átt að ná sátt um innanlandsflugið og Reykjavíkurflugvöll þar sem hann og menn geri sér þá í leiðinni grein fyrir mikilvægi hans fyrir landið allt.“Samgöngumál eru á könnu innanríkisráðherra. Forveri Ólafar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, var ekki eins afdráttarlaus í sinni afstöðu til staðsetningu flugvallar í Reykjavík. En hvar flugvöllurinn á að vera hefur lengi verið þrætumál á meðal þings og þjóðar. Hanna Birna sagði í ræðu á þingi fyrir rúmu ári síðan að staðsetningu flugvallarins ætti að finna í sátt við borgaryfirvöld:„Ég minni hins vegar aðeins á það, af því að aftur slær hjartað eilítið í borgarfulltrúanum fyrrverandi, að borgarstjórn Reykjavíkur er líkt og Alþingi Íslendinga lýðræðislega kjörin af fólkinu í Reykjavík sem ég held að hafi alveg vitað hvað var verið að kjósa og hverja var verið að kjósa. Það fólk fer með hið lýðræðislega umboð,“ sagði hún og hélt áfram:„Ég hef heldur aldrei heyrt borgarfulltrúana í Reykjavík tala þannig, en hér tala menn dálítið eins og borgarfulltrúar vilji völlinn endilega út úr Reykjavík. Það hefur ekkert verið afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur heldur hefur það verið afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur að ekki sé óeðlilegt að sveitarfélagið sé reiðubúið að skoða aðra staðsetningu í Reykjavík en bara þessa einu. Reykjavíkurborg hefur aldrei talað hátt og skýrt fyrir því að innanlandsflugvöllur skuli vera annars staðar.“Þeir sem eru fylgjandi því að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni fagna því væntanlega nýjum ráðherra. Einn yfirlýstur stuðningsmaður núverandi staðsetningu flugvallarins, Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, skrifaði athugasemd í bundnu máli við frétt Vísis um um Ólöf hefði verið skipuð innanríkisráðherra: „ÓLAFARKVIÐA NORDAL Kröftug hún kemur til baka kasta þarf hýenum burt. Mjög þarf á málefnum taka meðan flugvöllur enn er kjurrt.“
Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26 Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12 Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4. desember 2014 13:25 Nýr innanríkisráðherra í viðtali í beinni útsendingu Rætt verður við Ólöfu Nordal, nýjan innanríkisráðherra, í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 kl.18.55. Þátturinn verður í opinni dagskrá. 4. desember 2014 14:37 „Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart. 4. desember 2014 13:22 Ólöf Nordal is new Interior Minister "I'm very grateful", says Ólöf. 4. desember 2014 13:45 Hefði aldrei tekið starfið að sér ef hún treysti sér ekki í það Ólöf Nordal segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað hana um að taka að sér embætti innanríkisráðherra. 4. desember 2014 14:22 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18
Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26
Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12
Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4. desember 2014 13:25
Nýr innanríkisráðherra í viðtali í beinni útsendingu Rætt verður við Ólöfu Nordal, nýjan innanríkisráðherra, í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 kl.18.55. Þátturinn verður í opinni dagskrá. 4. desember 2014 14:37
„Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart. 4. desember 2014 13:22
Hefði aldrei tekið starfið að sér ef hún treysti sér ekki í það Ólöf Nordal segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað hana um að taka að sér embætti innanríkisráðherra. 4. desember 2014 14:22