Innlent

Pétur Blöndal er vonsvikinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Pétur Blöndal.
Pétur Blöndal. vísir/vilhelm
Pétur Blöndal alþingismaður er vonsvikinn yfir að hafa ekki verið skipaður ráðherra. Hann er þó sáttur með skipunina. „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur.

Hann tilkynnti Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins í síðasta mánuði að hann hygðist sækjast eftir ráðherrastóli. Þá sagði hann í samtali við RÚV í nóvember að yrði hann ekki skipaður ráðherra yrði hann fyrir vonbrigðum.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir sagði í samtali við fréttastofu að hún hefði einnig orðið fyrir vonbrigðum. „Ef þú ert í pólitík þá ertu þar til að hafa áhrif. Ef þú telur þig hafa eiginleika og vera þokkalega menntuð, hafa reynslu, þá verður maður að sjálfsögðu fyrir vonbrigðum,“ sagði Ragnheiður.

Bjarni Benediktsson tilkynnti skipan nýs ráðherra í dag, en það er Ólöf Nordal sem tekur sæti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fráfarandi innanríkisráðherra. 


Tengdar fréttir

Mætti ekki á ríkisráðsfund

Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum.

Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær

Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×