Erlent

Flensutímabilið í Bandaríkjunum verði erfiðara en önnur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld telja að flensutímabilið þar í landi verði erfiðara en síðustu ár. Þau óttast að bóluefnið verði ekki nægilega árangursríkt, en flensan er þegar farin að láta á sér bera. Talið er líklegt að dauðsföll og sjúkrahúsinnlagnir muni aukast til muna, sérstaklega hjá eldra fólki. Fólk er þó hvatt til að láta bólusetja sig.

Yfirvöld segja að bóluefnið veiti ekki vernd gegn algengustu tegund flensunnar, sem sést hefur hvað mest í ár. Skilvirkni bóluefna er breytileg frá ári til árs en á síðasta ári náðist 50-55 prósenta árangur, sem þó er talið afar gott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×