Erlent

Stórhættulegt efni í umferð í Amsterdam

Vísir/AFP
Herferð er nú hafin í hollensku borginni Amsterdam til þess að vara fólk við afar hættulegum eiturlyfjasala sem selur fólki kókaín sem reynist í raun vera hvítt heróín. Þrír breskir ferðamenn hafa þegar látist og tæplega tuttugu hafa veikst alvarlega en ef hvítt heróín er tekið í gegnum nefið í svipuðu magni og venja er með kókaín, veldur það andnauð og hjartastoppi.

Óvíst er hvort sölumaðurinn sé að gera þetta viljandi eða hvort hann viti einfaldlega ekki hvaða efni hann er með í höndunumm, en hvítt heróín er mun dýrara en kókaín.

Skilti hafa verið sett upp um alla borg þar sem varað er við málinu og handhæg próf eru nú til sölu á götum úti sem gera fólki kleift að kanna hvort um kókaín sé í raun að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×