Erlent

Tveir gíslar féllu fyrir hendi Al-Kaída í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Luke Somers, 33 ára, hafði verið í haldi öfgamannanna í rúmt ár.
Luke Somers, 33 ára, hafði verið í haldi öfgamannanna í rúmt ár. vísir/ap
Tveir menn sem voru í haldi liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída í Jemen féllu í dag í misheppnaðri björgunaraðgerð bandaríska hersins. Annar þeirra, Luke Somers, var bandarískur fréttaljósmyndari og hinn var suður-amerískur kennari og starfsmaður hjálparsamtaka sem hét Pierre Korkie. Hjálparsamtök segja að til hafi staðið að sleppa þeim síðarnefnda á morgun.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hafði fyrirskipað bandarískum sérsveitarmönnum að gera árás á búðir liðsmanna hryðjuverkasamtakanna, þar sem mennirnir voru í haldi, vegna „yfirvofandi hættu“. Bandarísk stjórnvöld segja að mennirnir hafi verið skotnir til bana, áður en hermennirnir náðu til þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×