Erlent

Forsprakki Al-Kaída felldur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Adnan el Shukrijumah, forsprakki Al-Kaída.
Adnan el Shukrijumah, forsprakki Al-Kaída. vísir/afp
Yfirvöld í Pakistan segjast hafa fellt einn af æðstu yfirmönnum Al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, Adnan el Shukrijumah. Fullyrt er að hann hafi verið myrtur í árás í norðvesturhluta landsins í dag.

Shukrijumah er talinn tengjast árásinni á tvíburaturnana í New York árið 2001 og er meðal annars sakaður um að hafa gert tilraunir til að sprengja upp neðanjarðarlestarkerfið í New York og Lundúnum. Bandaríkjamenn hafa leitað hans um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×