Erlent

Réðust á lögregluþjóna og kveiktu í lögreglubílum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/skjáskot
Ellefu ungmenni voru handtekin í Stokkhólmi í Svíþjóð í nótt eftir þau gengu berserksgang um götur borgarinnar og kveiktu í sex bílum. Ungmennin voru samankomin á skólaballi sem fór úr böndunum og byrjuðu þau að kasta steinum og öðru lauslegu í lögregluþjóna sem mættu á staðinn.

Þá var mólótovkokteilum kastað á lögreglubíla með þeim afleiðingum að þeir brunnu til kaldra kola. Ungmennin réðust síðan á slökkviliðsmenn sem mættu á svæðið en engin særðist alvarlega í óeirðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×